Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Kvöldmaturinn klár – kúrbítsbaka með sítrónu og basilíku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bökur eru frábær matur sem gaman er að borða. Látið ímyndunaraflið ráða því auðvelt er að nota ýmis hráefni í fyllinguna. Gæta þarf að því að fyllingin sem notuð er sé ekki of blaut því þá getur það haft áhrif á botninn og komið í veg fyrir að hann verði stökkur og góður. Séu notaðir safaríkir ávextir er gott að blanda smávegis hveiti eða maíssterkju saman við til að þykkja þá, einnig er gott að sáldra smávegis hveiti eða möndlumjöli í botninn en það dregur í sig vökvann.

 

Kúrbítsbaka með sítrónu og basilíku

8 sneiðar

Botn
200 g hveiti
1 tsk. salt
100 g ósaltað smjör, skorið í
teninga og kælt
¾ dl ískalt vatn

Fylling
3 kúrbítar, sneiddir í þunnar sneiðar
3 hvítlauksgeirar, 2 sneiddir og 1 rifinn eða þrýst í gegnum pressu
1 msk. ólífuolía
½ tsk. salt
100 g mascarpone-ostur, við stofuhita
1 tsk rifin sítrónubörkur
50 g parmesan-ostur, rifinn
15 g basilíkulauf, söxuð
1 egg, hrært

Byrjið á því að búa til botninn. Setjið þurrefnin í matvinnsluvél og blandið saman. Bætið kalda smjörinu saman við og blandið þar til deigið minnir á gróft mjöl. Hellið ísvatninu saman við í litlum skömmtum þar til deigið samlagast, það gæti þurft aðeins minna vatn en sagt er í uppskrift. Hellið deiginu úr matvinnsluvélinni, búið til kúlu og klappið hana síðan niður til að fletja hana aðeins út. Vefjið í plastfilmu og setjið í kæli í u.þ.b. 30-40 mín. Undirbúið fyllinguna á meðan deigið kólnar. Hitið ofn að 200°C án blásturs og leggið smjörpappír ofan á ofnplötu. Blandið saman kúrbít, sneiddum hvítlauk, ólífuolíu og salti í skál. Hrærið saman mascarpone-ost við helminginn af parmesan-ostinum og blandið rifna hvítlauknum saman við ásamt sítrónuberkinum. Leggið deigið á hveitistráðan flöt og fletjið það út í óreglulegan hring u.þ.b. 30 cm í þvermál. Flytjið deigið yfir á ofnplötuna. Smyrjið ostablöndunni yfir botninn en skiljið eftir 3 cm kant. Raðið kúrbítssneiðunum mjög þétt saman yfir ostablönduna, brettið upp á kantinn á deiginu og penslið deigið með hrærða egginu. Bakið í miðjum ofni í 20 mín. takið síðan bökuna út og sáldrið afganginum af parmesanostinum yfir, bakið í 20-25 mín. til viðbótar. Sáldrið basilíkunni yfir og berið bökuna fram heita eða við stofuhita.

Umsjón / Nanna Teitsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -