Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Ljúfur lambaborgari á grillið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Að öllum líkindum hafa flest okkar borðað meira af hamborgurum í sumar en við getum talið enda með vinsælli sumarmat á landinu. Þó getur verið gaman að breyta til og prófa sig áfram með annað kjöt á borgarann og þá kemur íslenska lambakjötið sterkt inn.

Lambaborgari
fyrir 4

600 g lambahakk
20 g kryddjurtir, t.d. mynta, basilíka og dill, saxað
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
2 msk. ólífur, saxaðar
1 tsk. salt
½ tsk. pipar
1 krukka glóðaðar paprikur
þeyttur fetaostur
4 hamborgarabrauð
½ rauðlaukur, sneiddur
klettasalat

Hitið grillið í meðal-háan hita. Blandið saman lambahakki, kryddjurtum og hvítlauk. Skiptið kjötinu í fjóra parta (u.þ.b. 150 g hver) og mótið borgarana mjúklega í höndunum, passið að þrýsta kjötinu ekki of fast saman. Þrýstið þumlinum niður á miðju borgarans (þetta kemur í veg fyrir að hann lyftist upp í miðjunni þegar hann er grillaður).

Grillið kjötið í 3-5 mín. á hvorri hlið eða þar til það hefur eldast að utan en er þó ennþá bleikt í miðju. Grillið tómatana á meðan kjötið grillast þar til þeir hafa mýkst. Smyrjið þeyttum fetaosti (sjá uppskrift neðar) á hamborgarabrauð og leggið kjötið, tómatana, rauðlaukssneiðarnar og klettasalatið ofan á.

Þeyttur fetaostur

250 g fetaostur
3 msk. ólífuolía

- Auglýsing -

Setjið hráefni í matvinnsluvél eða blandara og látið vinna þar til allt er orðið kekkjalaust og slétt. Hellið meiri ólífuolíu í blandarann ef osturinn er of kekkjóttur.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -