Ljúffeng steik þar sem lambabragðið fær að njóta sín.
Lambalæri með blóðbergi og rótargrænmeti
1 meðalstórt lambalæri frá Bjarteyjarsandi
ólífuolía
salt og pipar
1 lúka íslenskt garðablóðberg, saxað
1 lúka mynta, fersk, söxuð
5 hvítlauksgeirar, maukaðir
Hitið grill eða pönnu í 300°C, kveikið á ofninum á 140°C. Blandið því næst saman olíunni og öllum kryddunum og makið vel á allt lambið.
Því næst er lambið sett á heitt grillið eða pönnu og eldað í 3 mín. á hvorri hlið, þannig að það „lokist“ vel.
Eftir það er kjötið sett í eldfast mót og inn í ofn í 55-65 mín. eða þar til kjarnhitinn hefur náð 60°C. Þá er kjötið tekið út og látið hvíla uppi á borði með stykki yfir í minnst 10 mín. áður en skorið er í það.
Borið fram með nýuppteknu rótargrænmeti og brúnni sósu.
Umsjón / Hinrink Carl Ellertson
Myndir / Ernir Eyjólfsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir