Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

„Látum gestina taka þátt í matargerðinni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pétur Gautur myndlistarmaður og Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt hafa gaman af því að bjóða fólki heim í mat og drykk og í febrúar fengu þau nokkra góða vini í heimsókn. Gestgjafinn fékk að fylgjast með og afraksturinn má sjá í nýjasta tölublaðinu okkar, 4. tbl. 2020.

 

Afslappandi og kósí er að koma heim til þeirra hjóna. Þau taka á móti okkur létt í fasi og við fáum strax strax á tilfinninguna að þarna getum við verið eins og heima hjá okkur. Persónulegir hlutir og klassísk húsgögn gefa hlýlegan tón og í eldhúsinu sést strax að hér eru matgæðingar á ferð, enda eldhúsið vel búið góðum tækjum og tólum, veglegar marteiðslubækur í hillum og sælkeravörur í krukkum og flöskum sýnilegar þar sem vel næst til þeirra. Tveir vinir þeirra, Unnur Sigurðardóttir og Örn Jóhannsson, eru mætt í boðið og eru að hjálpa til í eldhúsinu.

Glatt er á hjalla og greinilegt að þarna er saman komið hresst fólk sem finnst gaman að lyfta sér upp. Mynd/Unnur Magna

„Við erum oft með veislur en reynum að gera smápartí úr þeim með því að láta gestina taka þátt í matargerðinni, allir koma með eitthvað spennandi og hópurinn sameinast í matseldinni. Þannig verða oft til góðar og skemmtilegar stundir með vinum í eldhúsinu. Við höfum yfirleitt þennan háttinn á, allir hjálpast að og þannig þarf húsráðandi ekki að standa aleinn og sveittur í eldhúsinu allan tímann. Matseldin er hluti af samverunni,“ segir Berglind. Þau voru samt búin að undirbúa ýmislegt fyrir fram, búið er að leggja fallega á borð og undirbúa rétti til að einfalda eldamennskuna.

Ein af uppskriftunum er sótt í danska matreiðslubók sem fylgt hefur þeim hjónum lengi. Hún er keypt á veitingastaðnum Pasta Basta sem var uppáhaldsveitingastaður Péturs og Berglindar þegar þau bjuggu í Kaupmannahöfn. „Staðurinn er því miður ekki lengur til,“ segja þau. Mynd/Unnur Magna

„Við höfum alltaf haft áhuga á matargerð og erum óhrædd við að bregða á leik í eldhúsinu og gera allskonar tilraunir. Hins vegar bjuggum við lengi í Kaupmannahöfn og var sá tími mjög „insperarandi“ hvað varðar áhrif í eldamennsku. Við erum oft til dæmis með hakkabuff og spælegg í matinn og gerum mikið smörre-brauð. Ítalska eldhúsið er heldur aldrei langt undan,“ segir Pétur þegar hann er spurður út í matseldina hjá þeim hjónum.

„Við höfum alltaf haft áhuga á matargerð og erum óhrædd við að bregða á leik í eldhúsinu…“

„En um helgar erum við alltaf með eitthvað gott á boðstólum og nokkuð árstíðabundið hvað við veljum. Á sumrin erum við mikið með grillaðan mat eins og lamb eða fisk, á haustin villibráð og á köldum vetrarkvöldum er ekkert eins gott og matmiklar rjúkandi súpur, Osso Buco, Coq au vin eða eitthvað indverskt.“

Í eftirrétt er boðið upp á sælkeraosta, vínber og fíkjur ásamt desertvíni. Mynd/Unnur Magna

Smám saman tínast gestirnir í hús og greinilegt að hér er á ferðinni fólk sem kann að gera sér glaðan dag en hópurinn samanstendur af nokkrum æskuvinum. Auk Unnar og Arnar eru gestir kvöldsins Birna Björnsdóttir og Elías Illugason, Óskar Sigurðsson, bróðir Unnar, og Rakel Pálsdóttir.

- Auglýsing -

Fyrst buðu þau upp á aspasrétt sem þau bjuggu til þegar þau leigðu sér hús á Ítalíu ásamt æskuvinkonum Berglindar fyrir nokkrum árum. Næsti réttur var pastaréttur sem ættaður er frá staðnum Pasta Basta, þeirra uppáhaldsveitingastað í Kaupmannahöfn. Í aðalrétt var síðan spænskættaður saltfiskréttur og í lokin úrval af sælkeraostum, vínber og fíkjur sem borið var fram með ítalska desetvíninu Dievole Vin Santo.

Ítarlegra viðtal við hjónin er í nýjasta tölublaði Gestgjafans, 4. tbl. 2020. Þar eru líka uppskriftir að réttunum sem Pétur Gautur og Berglind buðu upp á.

Kaupa blað í vefverslun

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -