Föstudagur 27. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Lax með möndlum og sítrónusafa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ljúffengur og bráðhollur réttur.

 

LAX MEÐ MÖNDLUM OG SÍTRÓNUSAFA
fyrir 3-4

RASP:
1 ½ dl góður brauðraspur
2 hnefafylli möndluflögur, kramdar og muldar gróft
börkur af 1 sítrónu
6 litlir vorlaukar, fínt saxaðir, notið eins mikið af græna hlutanum og hægt er
hnefafylli steinselja, smátt skorin
2 msk. ólífuolía

Blandið öllu vel saman.

800 g laxaflak
1 msk. ólífuolía
safi úr 1 sítrónu
1 tsk. grænt dijon-sinnep með kryddjurtum (fine herbes), eða annað gott sinnep
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Hitið ofn í 180°C. Setjið laxaflak í eldfast mót með roðið niður og penslið með olíu og sinnepi og dreypið sítrónusafa yfir. Stráið ríflega af salti og svörtum pipar yfir flakið og hyljið það því næst með brauðraspinu. Bakið í 15-20 mín. og látið síðan standa í 5-10 mín. áður en fiskurinn er borinn fram. Berið gjarnan fram með góðu salati, jógúrtsósu og kartöflum.

- Auglýsing -

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -