Laugardagur 18. janúar, 2025
1.5 C
Reykjavik

Liðsheildin skiptir miklu máli til að ná árangri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forsíðuviðtal í nýútkomnu tölublaði Víns og matar er við Snædísi, þjálfara íslenska kokkalandsliðsins.

Snædís Xyza Mae Ocampo matreiðslumaður er þjálfari íslenska kokkalandsliðsins sem Klúbbur matreiðslumeistara heldur utan um og rekur. Hún setti markið strax hátt áður en hún hóf matreiðslunámið. Snædís er yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Silfru á ION Adventure Hotel á Nesjavöllum. Uppáhaldsmaturinn er steiktur fiskur í raspi með kartöflum og remúlaði.

Snædís Xyza Mae Ocampo fæddist á Filippseyjum og ólst upp á Dalvík. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á list og að vinna með höndunum; að skapa eitthvað. Hún fór að vinna sem þjónn á sushi-veitingastað á Akureyri meðfram námi í textíl og vöruhönnun við Verkmenntaskólann á Akureyri og segist ekki hafa fílað að vinna sem þjónn. „Mér fannst það vera erfitt og vildi frekar færa mig inn í eldhús. Þau þjálfuðu mig í eldhúsið og að búa til sushi. Mér fannst þetta vera ótrúlega skemmtilegt en pældi ekkert í því að þetta væri eitthvað sem mig langaði til að gera.“

Tíminn leið og hugurinn leitaði suður.

„Mig langaði til að flytja til Reykjavíkur og hefja nám í fatatækni í Tækniskólanum. Margar vinkonur mínar voru fluttar í bæinn og ég var dálítið að elta þær. Ég kláraði vetrarönnina, flutti suður í byrjun janúar 2012 og gekk inn á Sushi Social og fékk vinnu í sushi-inu. Ég byrjaði í náminu í Tækniskólanum en svo fannst mér svo ótrúlega gaman að vinna á Sushi Social að ég var farin að skrópa í skólann og mæta frekar í vinnuna. Ég fann hvað mér fannst skemmtilegt að vinna í eldhúsi. Yfirkokkurinn á þeim tíma spurði mig af hverju ég færi ekki að læra kokkinn þar sem það vantaði fleiri kokka. Hann var alltaf að hrósa mér fyrir hvað ég væri dugleg í vinnu. Og þarna eignaðist ég vini sem eru vinir mínir enn í dag. Þetta hvatti mig til að endurhugsa hvað ég var að gera. Hvað ég væri að læra.“
Snædís segist hafa ákveðið að taka sér árspásu frá náminu og fór til Filippseyja þar sem hún hitti ættingja sína og föður sinn en báðir foreldrar hennar eru frá Filippseyjum. Þar var hún í fimm mánuði. Og hún íhugaði þar hvað hún vildi gera í framtíðinni.
„Ég ákvað að fara í matreiðslunám og klára það. Ég hef alltaf verið með keppnisskap og stefnan var að verða ein af þeim bestu. Hvernig gerði ég það? Ég var með plan. Hverjir eru bestu kokkarnir? Og ég ákvað að komast í kokkalandsliðið. Það var markmið mitt alveg frá því ég fór í námið.“
Hún varð fljótlega einn af aðstoðarmönnum kokkalandsliðsins og var hún einn af aðstoðarmönnum þess á Ólympíuleikunum árið 2016.

Svava Jónsdóttir tók viðtalið við Snædísi sem lesa má í heild sinni hér:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -