Föstudagur 24. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Linsubaunasúpa með brúnuðu smjöri, chili og kóríander

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Linsubaunir hafa ávallt verið ódýr matur og héldu lífi í bændum og fátækari stéttum fólks í Evrópu. Þær eru einstaklega næringargóðar, orkuríkar og góð uppspretta trefja, fólats og járns. Ólíkt þurrkuðum baunum þarf ekki að láta linsubaunirnar liggja í bleyti. Gott er samt að skola þær fyrst og róta í gegnum þær ef það skyldu leynast smásteinar í pokanum.

Dahl (einnig skrifað dal) er orðið sem notað er á Indlandi yfir linsubaunir, það er einnig notað yfir súpur sem innihalda linsubaunir og eru mjög vinsælar þar í landi. Þessi uppskrift er sérstaklega hentug á köldum og vætusömum dögum enda hlýjar þykk súpan manni inn að beini með austurlenskum kryddum og chili.

Dahl með brúnuðu smjöri, chili og kóríander
fyrir 3-4

400 g rauðar linsubaunir
1 tsk. túrmerik
½ tsk. chili-flögur
5 kardimommubelgir, marðir
1 tsk. salt
50 g smjör
2 tsk. kumminfræ
1 tsk. sinnepsfræ
2-3 skalotlaukar, skornir í þunnar sneiðar
½ rautt chili-aldin, skorið í sneiðar
hnefafylli ferskur kóríander

Sjóðið linsubaunir ásamt túrmeriki, chili-flögum, kardimommum og salti í meðalstórum potti í 20-30 mín. eða þar til linsubaunirnar eru orðnar mjúkar og blandan er orðin þykk. Fjarlægið þá kardimommubelgina og bragðbætið með salti.
Hitið smjörið á pönnu og látið krauma þar til smjörið fer að brúnast og gefur frá sér hnetukenndan ilm. Setjið fræin á pönnuna og eldið í 30 mín. eða þar til þau fara að springa. Steikið skalotlaukinn upp úr kryddsmjörinu þar til hann fer að karamelliserast, u.þ.b. 10 mínútur. Hrærið chili-aldinu saman við og í eldið í stuttan tíma, u.þ.b. hálfa mín. Hellið kryddsmjörinu yfir linsubaunakássuna og berið fram með ferskum kóríander og basmati hrísgrjónum.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -