Hér kemur uppskrift að gómsætum bleikjurétt þar sem aspas, furuhnetur, camembert-ostur og fleiri ljúffeng hráefni spila saman á skemmtilegan hátt.
Bragðmikill bleikjuréttur
fyrir 4
2 flök bleikja, skorin til helminga
2 msk. chili-mauk
1 msk. hunang
2 msk. olía
10 stk. aspas/spergill, smátt skorinn
2 sneiðar camembert-ostur
100 g furuhnetur
2 vorlaukar, saxaðir
1 msk. grænt pestó
Blandið saman chili-mauki, hunangi og olíu og penslið fiskinn. Látið marinerast í 30-40 mínútur í ísskáp.
Hitið ofninn í 160°C. Bakið fiskinn í 8 mínútur og látið hvíla í 3-4 mínútur.
Steikið aspasinn og laukinn ásamt furuhnetunum í 2-3 mínútur.
Látið fiskinn á disk og setjið grænmetið ofan á, setjið pestó yfir og rífið camembert-ostinn yfir áður en rétturinn er borinn fram.
Berið fram t.d. með smjörsteiktum kartöflum.
Hér má nota annað grænmeti, eins og t.d. brokkólí og blómkál. Einnig er gott að skera grænkál smátt og steikja.
Umsjón / Theodór Smith
Texti og stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson