Formkökur geymast vel og eru frekar einfaldar í gerð sem kannski útskýrir vinsældir þeirra hér áður fyrr. Hið glæsilega kökublað Gestgjafans sem margir hafa beðið eftir er nú komið í verslanir og því deilir Gestgjafinn hér með okkur ljúffengri og sparilegri köku.
Ljúf og lokkandi formkaka
300 g sykur
120 g smjör, við stofuhita
3 egg
180 g hveiti
2 tsk. lyftiduft
2 ½ dl mascarpone-ostur
2 ½ dl rjómi
¼ tsk. salt
1 tsk. vanilludropar
1 dós kokteilber
2 dl þurrkuð trönuber
140 g hvítt súkkulaði, saxað
Ofan á
Hnefafylli þurrkuð trönuber
Hitið ofninn í 180°C. Hrærið sykur og smjör vel saman. Bætið eggjunum út í og hrærið áfram. Blandið hveiti og lyftidufti saman og hellið út í blönduna, bætið svo osti, rjóma, salti og vanilludropum saman við. Blandið að síðustu berjum og súkkulaði út í með sleif. Hellið deiginu í vel smurt 26 cm formkökuform. Bakið í 40-45 mín. eða þar til prjónn sem stungið er í miðju kökunnar kemur hreinn út. Þekjið kökuna með kreminu og skreytið með þurrkuðum trönuberjum.
Krem
100 g smjör við stofuhita
100 g rjómaostur
300 flórsykur
1 tsk. vanilludropar
Blandið öllum innihaldsefnum saman og hrærið þar til kremið verður létt og ljóst og allt hefur samlagast. Þekjið kökuna með kreminu.