Föstudagur 24. janúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Ljúffeng og falleg sítrónumarenskaka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hér kemur uppskrift að dásamlegri sítrónumarensköku. Til að marensinn verði loftmikill og flottur er gott að gera hann þegar búið er að gera eggjarauðubotnana.

Kakan
10 sneiðar

140 g smjör, mjúkt
160 g sykur
5 eggjarauður
200 g hveiti, best að nota Pilsbury
1 tsk. lyftiduft
½ tsk. sítrónubörkur
¾ dl matreiðslurjómi eða mjólk
1 tsk. vanilludropar

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið saman smjör og sykur þar til það er ljóst og loftkennt. Bætið eggjarauðum í og hrærið mjög vel saman. Blandið hveiti og lyftidufti saman í skál.

Hellið helming af rjómablandi og helming af hveiti út í og blandið vel, bætið hinum helmingnum af því út í, ásamt vanilludropum og sítrónuberki og hrærið saman í samfellt deig. Skiptið deiginu í 2 lausbotna form, 22 cm breið.

Athugið að deigið er í þunnu lagi og rétt hylur botninn. Passið að setja deigið ekki alveg út í jaðrana, þá verða hliðarnar fallegri.

Marens

- Auglýsing -

5 eggjahvítur
190 g sykur
50 g hesli- eða möndluflögur

Þvoið hrærivélarskálina mjög vel með sápuvatni. Hrærið eggjahvítur þar til þær eru að verða stífar. Bætið sykri út í smátt og smátt. Hrærið marensinn áfram í 5 mín. eða þar til hann er vel stífur.

Skiptið honum ofan á deigið í formunum, passið að skilja líka eftir bil út við jaðrana, sáldrið heslihnetuflögum ofan á. Bakið botnana í miðjum ofni í 30 mín.

- Auglýsing -

Á milli

2 dl sítrónusmjör (sjá uppskrift fyrir neðan)
3-4 dl rjómi, þeyttur

Takið botnana varlega úr formunum og leggið saman með sítrónusmjöri og þeyttum rjóma. Gott er líka að setja ber á milli.

Sítrónusmjör

Sítrónusmjör er mjög vinsælt í Bretlandi og er oft borið fram sem álegg á ristaða brauðið á morgunverðarborðinu. Þetta er mjög frískandi og má nota ofan á ostakökur, ofan á marengskökur, á milli botna í rjómatertur, setja góða teskeið inn í múffudeig og baka með, nota ofan á pönnukökur og margt fleira.

Sítrónusmjör er gott að nota ofan á ostakökur, ofan á marengskökur, á milli botna í rjómatertur, setja góða teskeið inn í múffudeig og baka með, nota ofan á pönnukökur og margt fleira.

2 sítrónur
3 egg
200 g sykur
80 g smjör

Þvoið og þerrið sítrónurnar. Rífið börkinn af á rifjárni og setjið í pott ásamt safanum. Setjið egg, sykur og smjör í pottinn. Sjóðið saman þar til þykknar og  hellið þá í krukkur. Geymist í viku í kæliskáp.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Mynd / Rakel Ósk Sigurðardóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -