Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-0.3 C
Reykjavik

Ljúffeng papriku- og gulrótasúpa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Paprikur eru vinsælar víða um heim. Þær eru litríkar, hollar og bragðgóðar. Þær eru góðar hráar, bakaðar eða í súpur og það er auðvelt að nálgast þær allt árið um kring. Hér kemur uppskrift að dásamlegri súpu þar sem paprika spilar stórt hlutverk.

 

Papriku- og gulrótasúpa
fyrir 4

2 rauðar paprikur, gróft skornar
500 g gulrætur, skornar eftir endilöngu í fjórar lengjur
1 rauðlaukur, saxaður gróft
1-2 msk. olía
5 hvítlauksgeirar, í hýðinu
3 greinar timían
500 ml heitt vatn
1 búnt íslensk fjallasteinselja eða önnur tegund, söxuð
2 cm engiferrót, rifin í mauk
2 kúfaðar msk. tahini-sesamsmjör
2 msk. balsamedik
2 msk. rauðvínsedik
2-3 msk. sítrónusafi
salt og pipar
sýrður rjómi eða kotasæla til að bera fram með súpunni

Hitið ofninn í 180°C. Setjið paprikur, gulrætur og lauk í eldfast mót og sáldrið smávegis olíu yfir. Pakkið hvítlauk og timían saman í álpappír og bakið í 20-30 mín. Takið út úr ofninum og setjið í matvinnsluvél ásamt helmingnum af vatninu, steinselju og engifer.

Blandið vel þangað til allt er orðið að silkimjúkri súpu en það má líka hafa súpuna grófa og mauka hana þá minna. Hellið í pott og bætið afganginum af vatninu saman við ásamt sesamsmjöri, balsamediki, rauðvínsediki og sítrónusafa. Látið malla u.þ.b. 5 mín. og bragðbætið með salti og pipar.

Berið fram með kotasælu eða sýrðum rjóma og saxaðri steinselju.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -