Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Ljúffengt vínabrauð með apríkósum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brioche er franskt brauð með óvenjulega miklu magni af eggjum og smjöri á móti mjöli í uppskriftinni. Þetta gerir það að verkum að brauðið verður létt og mjúkt en með stökkri skorpu.

 

Grunndeigið er nokkuð einfalt en möguleikarnir óteljandi. Hægt er að bæta í það súkkulaði, ávöxtum, koníaki og fleira góðgæti til að auka fjölbreytnina. Hér kemur uppskrift að vínabrauði með apríkósum.

Vínabrauð með apríkósum
12 stk.

1 uppskrift brioche-deig (sjá fyrir neðan)
1 uppskrift vanillukrem eða 200 g apríkósusulta
egg til að pensla með
1 dós apríkósur
40 g heslihnetur, saxaðar

Skiptið deiginu í 3 parta og fletjið hvern part út í langan og mjóan ferning. Skerið utan af og skerið í hornin eins og sýnt er á myndinni. Setjið kúfaða teskeið af vanillukremi eða apríkósusultu í miðjuna og snúið hornin inn að miðju.

Svona lítur vínabrauðið út áður en það er bakað.

Penslið vel með eggi til að festa endana. Setjið apríkósu í miðjuna og penslið alla enda með eggi, stráið heslihnetum ofan á. Látið vínarbrauðin hefast í 30-60 mín. og bakið þau í miðjum ofni í 15-17 mín. eða þar til þau eru fallega gullin.

- Auglýsing -

Vanillukrem

1 dl rjómi
1/3 dl mjólk
1 vanillustöng
60 g sykur
4 eggjarauður
25 g maizenamjöl (majsstivelse)

Setjið rjóma og mjólk í pott. Skerið vanillustöng í sundur eftir endilöngu, skafið kornin úr og setjið korn og stöng í pottinn ásamt 30 g af sykrinum. Hitið að suðu og látið standa í 10 mín, sigtið. Setjið eggjarauður, afganginn af sykrinum og maizenamjöl í skál yfir vatnsbaði og þeytið saman.

- Auglýsing -

Hellið rjómablandinu út í og hrærið í blöndunni þar til það verður að þykku kremi. Þetta tekur svolítinn tíma en sýnið þolinmæði, kremið er svo gott að vinnan er þess virði.

Brioche-deig

560 g hveiti
1 tsk. salt
50 g sykur
15 g ferskt pressuger eða 1 msk. þurrger
¾ dl fingurvolg mjólk
6 egg
300 g smjör, mjúkt

Setjið hveiti, salt og sykur í hrærivélarskál og blandið því saman. Leysið gerið upp í mjólkinni í skál, bætið eggjunum í skálina og þeytið saman með gaffli. Hellið blöndunni út í hveitið og hnoðið saman í hrærivélinni með hnoðaranum í nokkrar mínútur eða þar til deigið er vel samlagað.

Hafið vélina í gangi og bætið smjörinu út í smám saman þar til það hefur blandast vel saman við. Setjið klút eða filmu yfir skálina og látið hefast á hlýjum stað í 30-60 mín. eða yfir nótt. Setjið vel af hveiti á borðið og hnoðið upp í deigið svo auðvelt verði að meðhöndla það.

Athugið samt að þetta deig er blautt í sér út af smjörinu en gott að nota vel af hveiti þegar verið er að fletja það út.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Kristinn Magnússon

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -