Sunnudagur 22. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Ljúffengur wok-pönnuréttur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Asískir wok-pönnuréttir eru í raun einfaldir í gerð og þægilegir að útbúa fyrir fjölskylduna enda allt eldað á einni pönnu. Í slíkum réttum eru oft mörg innihaldsefni og því sýnast þeir gjarnan flóknari en þeir eru í raun og veru.

 

Ágætt er að koma sér upp grunni fyrir asíska matargerð sem auðveldar matreiðsluna. Þá er allt við höndina þegar upp kemur löngun til þess að elda gómsæta asíska rétti. Hér er uppskrift að ljúffengum wok-pönnurétti. Tilvalið er að sjóða núðlur og bæta út í hann, en svo er líka hægt að bera hann fram einan og sér.

WOK-RÉTTUR MEÐ SVÍNAKJÖTI, KASJÚHNETUM, LÍMÓNU OG MYNTU
fyrir 4

300 g svínalund
1 tsk. kóríanderfræ
½ tsk. svört piparkorn
1 tsk. salt
¼ tsk. sykur
1 límóna (helst lífræn), börkur rifinn
2 msk. jarðhnetuolía
2-3 msk. bragðlítil olía til steikingar
1 tsk. ferskt engifer, saxað smátt
1 hvítlauksgeiri, sneiddur
1 græn paprika
3 vorlaukar
2 msk. kasjúhnetur, gróft hakkaðar
½ tsk. salt*
1 msk. kjúklingakraftur blandaður í
2 dl af heitu vatni
safi úr einni límónu
1 tsk. taílensk fiskisósa
2 msk. fersk mynta, söxuð

Skerið kjötið í mátulega stóra munnbita. Myljið piparkorn og kóríanderfræ í mortéli. Setjið salt, sykur og rifinn límónubörk og jarðhnetuolíu í skál og blandið kryddblöndunni saman við. Setjið kjötbitana út í og veltið þeim vel upp úr blöndunni.

Hitið wok-pönnu og steikið kjötið upp úr olíu í 2-3 mín. Setjið til hliðar. Setjið næst engifer og hvítlauk á pönnuna og steikið í örlitla stund, bætið papriku og vorlauk saman við ásamt kasjúhnetum og salti. Setjið kjötið út á pönnuna ásamt kjúklingasoði, límónusafa og fiskisósu.

- Auglýsing -

Hrærið vel saman og látið malla saman í 5-7 mín. Stráið að lokum myntu yfir réttinn.

SESAMOLÍU- OG SOJASÓSA

2 dl tamari-sojasósa
2 dl kjúklingasoð
1 msk. maíssterkja (maizena)
1 msk. hunang eða agavesíróp
1 tsk. sesamolía
1 tsk. hrísgrjónaedik
1 tsk. engifer, fínt saxað
2 hvítlauksgeirar

- Auglýsing -

Setjið öll innihaldsefni í pott og hitið að suðu. Leyfið sósunni að malla í um 3 mín. til að sósan þykkni.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -