Miðvikudagur 11. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Maísbollur – hush puppies

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þessar litlu djúpsteiktu bollur eru vel þekktar í Suðurríkjum Bandaríkjana og þar bera flest sjávarréttarveitingarhús þær fram með matnum en þær eru þó algengar víða í Bandaríkjunum og í raun borðaðar með margskonar mat þótt upprunalega hafi þær verið borðaðar með fiskmeti.

 

Hush puppies
10-15 stk

Bollurnar smakkast bestar nýsteiktar. Við dýfðum þeim í chili-majónessósu. En hana er auðvelt að laga með því að blanda saman majónesi og siracha-sósu ásamt smávegis af hunangi.

Bollurnar eru tilvaldar með fiski og ýmsum mat en við sjáum líka fyrir okkur að þær henti vel sem gott snarl jafnvel með bjór eða vínglasi í góðra vina hópi.

3 dl gult PAN-maísmjöl
1 ½ dl hveiti
1 msk. sykur
1 tsk. salt
½ lyftiduft
300 ml mjólk eða möndlumjólk
1 egg
½ flaska Isio4-olía til steikingar

Blandið saman öllu hráefninu sem á að fara í deigið. Það á að vera klístrað viðkomu. Hitið olíu í þykkbotna potti og búið til litlar bollur á stærð við golfkúlur, gott að nota matskeið til að móta þær, djúpsteikið bollurnar í u.þ.b. 3-4 mín. eða þar til þær eru orðnar gullinbrúnar að lit.

- Auglýsing -

Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -