Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

María Gomez flutti til Íslands fimm ára gömul: „Ég hef alltaf verið mjög lituð af Spáni„

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

María Gomez ferðamálafræðingur hefur undanfarin ár haldið úti síðunni paz.is auk þess að vera virk á Instagram, @ paz.is, og er þar með þúsundir fylgjendur. Á paz.is birtir María meðal annars uppskriftir að gómsætum réttum sem sumir eru frá ættingjum hennar á Spáni en María er hálfspænsk. Einfaldar uppskriftir eru vinsælastar. Í nýju tímariti Víns og Matar er hægt að lesa viðtalið í heild sinni.

María Gomez bjó ásamt foreldrum sínum á Spáni til fimm ára aldurs og bjó fjölskyldan í Gerona-héraði á Costa Brava-ströndinni og byrjaði hún þar í skóla fjögurra ára gömul þar sem var kennt á katalónsku. Foreldrar hennar skildu síðan og flutti María með móður sinni til Íslands þegar hún var fimm ára. Hún segist þá hafa skilið íslensku en ekki talað tungumálið en hún svaraði alltaf móður sinni á spænsku. Hún var hins vegar fljót að ná tökum á íslenskunni eftir að mæðgurnar fluttu til Íslands.

Ljósmynd til vinstri: Kazuma Takigawa – Ljósmynd til hægri: María Gomez

„Ég týndi þá spænskunni svolítið þar til það var farið að senda mig út eina til Spánar þegar ég var 10 ára og þá lærði ég spænskuna upp á nýtt. Ég hef alltaf verið mjög lituð af Spáni. Bæði er ég mjög lík fjölskyldunni minni á Spáni og ég hef alltaf haldið góðu sambandi við hana og heimsótti hana alltaf einu sinni á ári sem barn.“Hún er ættuð frá Granada-héraði í Andalúsíu og er föðurfjölskyldan frá litlu fjallaþorpi í Sierra Nevada-fjöllunum, Lugros. Amma hennar og faðir eru látin, en hann lést fyrir þremur árum, en í þorpinu býr ennþá ein föðursystir Maríu og fjölmargir ættingjar en þorpið er mjög lítið, og eru íbúar einungis rúmlega 300, og byggt upp á nokkrum ættum. María á einnig föðursystur í Gerona-héraði og í Andorra.

„Ég var svolítið týndur unglingur og sérstaklega kannski út af þessari blöndu sem ég er. Ég fór til pabba á hverju ári þangað til ég var 17 ára en þá flutti ég í tæpt ár út til pabba og fjölskyldunnar úti. Draumurinn var að geta flutt til Spánar og unnið þar,“ segir María sem á menntaskólaárunum tók sér ársfrí frá námi og flutti til pabba síns og vann á breskum veitingastað á Calella-strönd á Costa Brava og segir hún að mikill skortur hafi verið á enskumælandi fólki.„Ég fann mig alveg þar en ég saknaði alltaf Íslands. Ég var svolítið týnd út af þessari menningarblöndu en þetta gerði mann svolítið klofinn og tættan á tímabili. Þetta var samt góð pása frá menntaskólanum því úti fann ég hvað ég vildi læra.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -