Föstudagur 24. janúar, 2025
-0.6 C
Reykjavik

Marokkóskt lambagúllas

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alltaf er gaman að elda rétti sem koma frá öðrum heimshornum og enn skemmtilegra að nota ekta íslenskt hráefni í þá eins og lambakjöt. Þægilegt er að elda pottrétti og tilvalið að láta þá eldast lengi við vægan hita. Pottréttir eru oft betri daginn eftir og því gott að elda stóra skammta og láta duga í tvær máltíðir. Auðveldlega má skipta lambakjötinu út fyrir nautakjöt fyrir þá sem vilja það frekar.

 

Marokkóskt lambagúllas
fyrir 4-6

2-3 msk. olía til steikingar
800-900 g lambagúllas
4-5 stórir skalotlaukar
3-4 hvítlauksgeirar
1 msk. þurrkað óreganó
1 ½ tsk. túrmerik
2 tsk. kummin
1 dós niðursoðnir tómatar
3 dl kjötsoð
3 msk. tómatmauk
1 msk. hlynsíróp
1 lárviðarlauf
1 kanilstöng
½ hnetugrasker (eins má nota sætar kartöflur eða gulrætur)
8-10 stk. sveskjur
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Hitið olíu á pönnu eða í stórum potti. Steikið kjötið þar til það hefur brúnast fallega. Takið af pönnunni og setjið til hliðar. Bætið olíu á pönnuna ef þarf og steikið lauk í nokkrar mín. Bætið hvítlauk saman við ásamt kryddi. Setjið kjötið aftur út í ásamt öllu hráefninu, nema hnetugraskeri og sveskjum. Látið malla við vægan hita í u.þ.b. 1 klst. Afhýðið hnetugraskerið og skerið í bita, setjið saman við réttinn ásamt sveskjunum og látið malla áfram í 30-40 mín. eða þar til graskerið er eldað í gegn. Bragðbætið með salti og pipar. Berið fram með góðu brauði, hrísgrjónum eða kúskúsi.

Texti / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Mynd / Aldís Pálsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -