Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Marokkóskur kjúklingaréttur með þurrkuðum apríkósum og kúskúsi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ferskur og flottur réttur sem við mælum með. Bestur borinn fram með ristuðum möndluflögum, ferskum kóríanderlaufum og grófu sjávarsalti.

Marokkóskur kjúklingaréttur með þurrkuðum apríkósum og kúskúsi
fyrir 4

6 kjúklingalæri, með beini
2½ tsk. salt
1 tsk. pipar
2 msk. ólífuolía
1 stór laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 msk. rifið engifer
1 msk. kummin
1 tsk. kóríanderduft
1 tsk. kanilduft
¼ tsk. cayenne-pipar
1 msk. tómatmauk (tomato paste)
1 dl saxaðir apríkósur, eða rúsínur
1 dós hakkaðir tómatar
1 dós kjúklingabaunir
5 dl vatn
2 dl kúskús
möndluflögur, ristaðar, til skrauts
kóríander eða steinselja, söxuð, til skrauts

Þerrið kjúklingalærin með eldhúspappír og kryddið með 1 tsk. af salti og 1 tsk. pipar, látið standa í hálftíma ef tími gefst til. Hitið ólífuolíu í stórum potti og steikið kjúklinginn
á báðum hliðum þar til hann gylllist, u.þ.b. 5 mín. á hvorri hlið. Fjarlægið kjúklinginn og setjið til hliðar. Steikið laukinn þar til hann verður mjúkur og glær, bætið hvítlauk út í pottinn og steikið í 1-2 mín. Bætið 1 ½ tsk. salti, engiferi, kummin, kóríander, kanilduft, cayenne-pipar og tómatmauki saman við og hrærið rösklega til að blanda kryddunum saman við laukinn. Eldið þar til kryddið fer að ilma, í u.þ.b. 1 mín.

Bætið apríkósum, tómötum og kjúklingabaunum saman við og hellið 3 dl af vatni saman við. Náið upp hægri suðu og setjið þá kjúklinginn í pottinn. Setjið lok á pottinn og eldið í u.þ.b. 15 mín., gætið að því að það sé hæg suða í þann tíma svo kjúklingurinn nái að eldast í gegn.

Hrærið kúskúsi í pottinn og bætið við 2 dl af vatni eða meira þannig að það fljóti 2 cm yfir hráefnið. Smakkið og saltið og piprið ef þarf. Setjið lokið aftur á og eldið þar til kjúklingurinn og kúskúsið hafa eldast í gegn, u.þ.b. 10-15 mín. Bragðbætið með salti og pipar ef þarf og berið fram með ristuðum möndluflögum, ferskum kóríanderlaufum og grófu sjávarsalti.

Umsjón / Nanna Teitsdóttir og Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

- Auglýsing -

Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -