Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Matarmikil og næringarrík: Harira-súpa með hrísgrjónum og fíkjum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fólk sem ferðast til Marokkó hefur flest talað um góða matarilminn sem víða má finna. Hér bjóðum við upp á klassíska marokkóska Harira-súpu sem er hefðbundin réttur í Marokkó, sérstaklega í kringum Ramadan-föstuna. Um leið og sólin sest er föstunni lokið er Harirasúpa snædd.

 

Harira-súpa með hrísgrjónum og fíkjum

fyrir 4

200 g kjúklingabaunir
100 ml olía
handfyllli steinselja, söxuð
handfylli kóríander, saxað
1 laukur, saxaður
100 g sellerí stilkar, saxaðir smátt
1 kjúklingabringa, skorin í litla bita
1 tsk. saffran þræðir
salt og pipar
1 teningur kjúklingakraftur
250 g tómatkraftur
750 ml vatn
2 msk maizena-mjöl hrært saman
við örlítið vatn
4 egg
1-2 sítrónur, safi kreistur yfir
súpuna í lokin
4-6 fíkjur, saxaðar

Leggið kjúklingabaunir í bleyti yfir nótt. Hellið vatninu af baununm og skolið þær vel. Hitið olíu í potti steikið baunir, steinselju, kóríander, lauk sellerí og kjúkling. Kryddið með saffran, salt og pipar. Myljið kjúklingakraft út í og tómatkraft. Bætið við 750 ml af vatni og látið suðuna koma upp og sjóðið í 1 klst.

Hrærið saman í skál maizenamjöli og smá vatni þar til blandan er orðin slétt og kekkjalaus. Setjið saman við súpuna og látið sjóða áfram í 15 mínútur eða þar til hún þykknar. Rétt áður en súpan er borin fram eru eggin brotin varlega í litla skál og sett síðan rólega út í súpuna. Látið sjóða í 2-3 mínútur.

Kreistið yfir smá sítrónusafa og berið fram með þurrkuðum söxuðum fíkjum.

- Auglýsing -

Umsjón / Helga Sif Guðmundsdóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -