Nýr Gestgjafi er kominn út og að þessu sinni er útimatur og nesti í aðalhlutverki. Gómsætir bitar í ferðalagið, matarmiklar samlokur og salöt til að borða á ferðalaginu koma við sögu í þessu blaði. Hvort sem þú ætlar í útilegu, lautarferð eða fjallgöngu þá þarftu gott nesti og þetta er blaðið fyrir þig.
Okkur finnst fátt skemmtilegra en útilega í íslenskri náttúru og að borða undir berum himni. Í einum þætti blaðsins bjóðum við þess vegna upp á ljúffenga rétti sem henta vel í útilegunni, þar á meðal eru sætar kartöflur og chorizo með vorlauki.
Þá gefum við uppskriftir að góðum og næringarríkum bitum til að stinga í nestisboxið fyrir göngutúrana eða útileguna í sumar.
Einnig gefum við uppskriftir að gómsætum sælkerasamlokum sem eru tilvaldar í
ferðalagið, þetta eru samlokur fyrir alvöru sælkera.
Svo kíkjum við á þrjár matarperlur á norðanverðu Snæfellsnesi, þ.e. Sjávarpakkhúsið, Narfeyrarstofa og Bjargarsteinn Mathús. Veitingastaðirnir deila með lesendum gómsætum uppskriftum.
Einnig kíktum við í heimsókn til Liljars Máa Þorbjörnssonar hjá Og natura. Fyrirtækið hefur
blómstrað undanfarin ár og nýverið kom út spennandi lína af gini en í það eru notaðar íslenskar jurtir. Við fengum Liljar til segja lesendum aðeins frá sögu fyrirtækisins auk
þess sem hann hristi í nokkra sumarlega kokteila.
Þetta er aðeins lítið brot af því sem finna má í nýjasta Gestgjafanum.