Nú er hefðbundna rútínan komin á hjá flestum eftir sumarið. Þá getur tími fyrir eldamennsku verið af skornum skammti og nauðsynlegt að hafa aðgang að góðum og fljótlegum uppskriftum.
Fljótlegir réttir eru í aðalhlutverki í nýjasta Gestgjafanum. Í blaðinu er að finna tíu góðar en ofureinfaldar uppskriftir sem taka 10, 20 og 30 mínútur að elda. Þar á meðal er kremað spínatpasta, kjúklingahamborgari með halloumi-osti og sælkerapylsa með súrkáli og kryddjurtum, svo nokkur dæmi séu tekin.
Í blaðinu er einnig að finna uppskriftir að góðum réttum þar sem allt er eldað saman í einu fati. Það sparar bæði tíma og léttir uppvaskið.
Í þessu nýja blaði gefa þrír einstaklingar lesendum uppskrift að sniðugum klúbbaréttum, Helena Gunnarsdóttir er ein þeirra en hún deilir með okkur uppskrift að dásamlegum og djúsí bollakökum.
Í blaðinu er einnig að finna uppskriftir að sultum með tvisti, það er nefnilega alltaf gaman að breyta til og gera tilraunir.
Grænmetisþáttur, góðgæti í krukku og vínfróðleikur er einnig meðal þess sem má finna í nýja blaðinu. Þetta og miklu meira.
Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun