Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Meinhollur linsubaunaréttur með eggi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Linsubaunir eru hráefni sem býður upp á marga möguleika ásamt því að vera hollar og seðjandi. Hér kemur einn meinhollur og skemmtilegur réttur þar sem linsubaunir eru í aðalhlutverki.

 

Grænar linsubaunir með eggi
fyrir 4

1 msk. ólífuolía
1 laukur, fínsaxaður
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 gulrót, söxuð
200 g grænar linsubaunir
1 lítri grænmetissoð eða vatn
1 lárviðarlauf
2 msk. dijon-sinnep
1 msk. sítrónusafi
10-20 g smjör
100 g sveppir, saxaðir
salt og pipar
4 egg, hleypt, linsoðin eða spæld á pönnu

Hitið ólífuolíu í meðalstórum potti og steikið laukinn þar til hann verður glær og fer að mýkjast. Bætið hvítlauk og gulrót saman við og steikið í nokkrar mín. eða þar til hvítlaukurinn fer að gyllast.

Hellið linsubaununum út í og hrærið allt vel saman. Hellið grænmetissoðinu yfir og leggið lárviðarlauf í pottinn. Náið upp suðu og lækkið síðan hitann og látið hægsjóða í u.þ.b. 20 mínútur.

Takið lokið af og hrærið sinnep og sítrónusafa saman við. Bragbætið með salti og pipar.

- Auglýsing -

Eldið í 10-15 mín. til viðbótar eða þar til linsubaunirnar hafa eldast en hafa þó enn þá smábit. Takið af hitanum og látið standa í 10 mínútur.

Steikið sveppina upp úr smjöri á pönnu yfir meðalháum hita þar til þeir gyllast. Blandið þeim saman við linsubaunirnar. Bragbætið með salti, pipar og sítrónusafa ef þarf. Skiptið á milli skála og leggið eggið ofan á.

Umsjón / Nanna Teitsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir/ Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -