Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Mikil upplifun að heimsækja eþíópíska veitingastaðinn Minilik

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var mikil upplifun fyrir blaðamann Gestgjafans og ljósmyndara að hitta Yirga Mekonnen sem rekur eþíópíska veitingastaðinn Minilik á Flúðum ásamt Árna Magnúsi Hannesarsyni manni sínum.

 

Þegar við stigum inn á staðinn upplifðu við okkur eins og við værum að koma inn í Afríku. Yirga tók á móti okkur í hefðbundnum klæðnaði frá heimalandinu, ilmur af mirru, skemmtileg afrísk tónlist og framandi matarlykt ásamt húsbúnaði og hlutum frá Afríku gerði upplifun okkar strax framandi og spennandi.

Í Eþíópíu er það siður að mata gesti meðan á máltíð stendur.

Í hefðbundinni matargerð í Eþíópíu eru margar tegundir af kryddi notaðar og margar þeirra eru ekki til hér á landi. Gaman var að fylgjast með Yirga blanda saman kryddi af natni sem hún notaði svo í sósur og mismunandi rétti. Í kjúklingaréttinn notaði hún kryddblönduna Berbere sem inniheldur 13-14 kryddtegundir. Kryddið er ekki sterkt en bragðmikið og skiptir öllu máli í matargerðinni.

Það sem stóð upp úr hjá okkur í ferðinni var þegar Yirga mataði okkur. Í Eþíópíu er það siður að mata gesti meðan á máltíð stendur. Þetta er gert til að sína viðkomandi virðingu. Á Minilik er þetta stundum gert við gestina og starfsfólkið kennir gestum líka réttu handtökin við að borða með höndunum.

Yirga Mekonnen rekur eþíópíska veitingastaðinn Minilik á Flúðum ásamt manni sínum.

Umfjöllunina um Minilik í heild sinni og fleiri myndir er að finna í 7. tölublaði Gestgjafans. Nældu þér í eintak en 8. tölublað Gestgjafans kemur í verslanir á fimmtudaginn.

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun

- Auglýsing -

Myndir / Aldís Pálsdóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -