Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Möndlumjólk – holl og góð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hægt að laga ótal útgáfur af drykkjum með möndlumjólk en það fer eftir smekk hvers og eins hvað er sett í drykkinn.

Ljósi draumurinn, græna byltingin og bleiki drykkurinn.

Möndlur eru gífurlega hollar og næringarríkar og innihalda m.a. prótín, járn og kalk. Rannsóknir hafa leitt í ljós að fitusýrur í möndlum („góðar fitusýrur“) geta dregið úr hættu á hjartasjúkdómum og hjálpa til við að draga úr „slæma kólesterólinu“ svokallaða. Möndlur innihalda einnig mikið af E-vítamíni, fólínsýru, trefjum og andoxunarefnum. Þær eru hins vegar kaloríuríkar þannig að um þær gildir, eins svo margt annað, að allt er best í hófi!

Möndlumjólk sem er löguð úr möndlum og vatni er auðvelt að útbúa sjálfur og nota t.d. út á hafragrautinn. Möndlurnar eru látnar liggja í bleyti yfir nótt og síðan maukaðar í blandara ásamt vatni í nokkrar mínútur. Möndlumjólk er frábær lausn fyrir þá sem af einhverjum ástæðum vilja eða þurfa að sneiða hjá kúamjólk. Sumir næringarfræðingar og fólk í heilsugeiranum mæla með möndlumjólk ekki eingöngu í staðinn fyrir kúamjólk heldur einnig í staðinn fyrir soja- og hrísmjólk.

Möndlumjólk
1 dl möndlur með hýði, lagðar í bleyti yfir nótt
4 dl vatn

Skolið möndlur eftir að þær hafa legið í bleyti og setjið í blandara. Hellið vatni yfir og maukið þar til að blandan er orðin jöfn og mjúk.

Það er hægt að laga ótal útgáfur af drykkjum með möndlumjólk en það fer eftir smekk hvers og eins hvað er sett í drykkinn. Notið hugmyndaflugið og það sem til er í skápunum.

Bleiki drykkurinn
3-4 dl möndlumjólk
1 banani, skorinn í bita
2 dl mangó, ferskt eða frosið
1 dl frosin hindber eða jarðarber
1 dl vatn

- Auglýsing -

Setjið allt í blandara og maukið saman.

Græna byltingin
3-4 dl möndlumjólk
2 lúkur spínat
3-4 döðlur, má sleppa
2 dl frosið mangó
nokkur myntulauf
2 dl vatn
safi úr ½ límónu

Setjið allt í blandara og maukið saman.

- Auglýsing -

Ljósi draumurinn
3-4 dl möndlumjólk
1 banani, skorinn í bita
½ tsk. kakóduft
korn úr vanillustöng
1 dl vatn
ísmolar

Setjið allt í blandara og maukið saman.

Góður morgunverður!

Hafragrautur með möndlumjólk, kanil og bláberjum.

Allt hráefni fæst í verslunum Nóatúns. Fylgihlutir eru í einkaeigu.

______________________________________________________________

Möndlumjólk …

– er frábær lausn fyrir þá sem eru með mjólkuróþol eða vilja sneiða hjá mjólk af einhverjum ástæðum.

– inniheldur ekki mettaða fitu sem hefur áhrif á „slæma kólesterólið“ og getur leitt til hjartasjúkdóma.

Góður morgunverður!
Hafragrautur með möndlumjólk, kanil og bláberjum.

– er talin góð fyrir fólk með of háan blóðþrýsting.

– er hægt að bragðbæta með náttúrulegu sætuefni, t.d. hunangi, kornum úr vanillustöng, döðlum o.fl.

– er góð leið til að bæta hollri fitu, prótíni, vítamínum og steinefnum í máltíðirnar.

– er holl og næringarrík mjólk sem er laus við skaðlega grænmetisolíu og sætuefni.

– geymist í 2-3 daga í kæli en best er að laga hana jafnóðum.

– má frysta og það er tilvalið að frysta hana í klakaboxi eða í klakapokum.

– er frábær ein og sér með fullt af klaka (sjá mynd).

– er einnig góð hituð með vanillukornum út í.

Umsjón / Guðrún Hrund

Myndir / Rakel Ósk Sigurðardóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -