Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Morgunverðar-tortillur með eggjahræru, beikoni, sterku tómatsalsa og spínati

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tortillur sem kenndar eru við mexíkóskan mat hafa verið ansi vinsælar síðustu árin. Oftast eru þær fylltar að hætti Mexíkóbúa, til dæmis með sterkkrydduðum kjúklingi, nautahakki eða fiski og bornar fram með salsasósu, guacamole, ostasósu, baunamauki og rifnum osti, salati og fleiru. Allt er þetta ljómandi gott en möguleikarnir eru endalausir þegar kemur að fyllingunum.

Hér er hugmynd skemmtilegri útfærslu sem er tilvalin í morgunverðinn eða brönsinn.

 

Morgunverðar-tortillur með eggjahræru, beikoni, sterku tómatsalsa og spínati

1 pakki tortilla
½ poki spínat
12-15 beikonsneiðar, steiktar
1 ½ dl sterkt tómatsalsa
2 tómatar, skornir í báta

Leggið spínat, beikon, tómata og eggjahræruna á tortilla-kökur og hellið salsasósu yfir. Rúllið kökunum upp og berið fram heitar eða kaldar.

Eggjahræra
2 msk. olía
8 egg
1 dl mjólk
salt
nýmalaður pipar

Pískið saman egg og mjólk. Hitið olíu á meðalheitri pönnu og hellið eggjunum á, látið krauma í 2-3 mín. eða þar til eggin eru farin að stífna. Hrærið stöðugt í á meðan með písk.

- Auglýsing -

Umsjón/Úlfar Finnbjörnsson
Mynd/Bragi Þór Jósefsson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -