Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Myndband: Sælkera-bláberjalambalæri á grillið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lambalæri er fyrir löngu orðin klassík á mörgum heimilum og því fátt meira við hæfi en að skella einu slíku á grillið. Við viljum verja sem mestum tíma úti við á sumrin og því er tilvalið kaupa kryddlegið lambalæri. Við getum sannarlega mælt með bláberjakryddlegnu lambalæri frá SS. Bláberin gera kjötið meyrt og sérlega bragðgott.

Grillað bláberjakryddlegið lambalæri
fyrir 4-6

2-2,5 kg bláberjakryddlegið lambalæri frá SS
3 msk. ólífuolía
1 tsk. sjávarsalt
1 tsk. nýmalaður svartur pipar

Látið lambalærið standa við stofuhita í ½-1 klst. fyrir eldun. Stillið grill á háan hita. Penslið lambalærið með ólífuolíu og sáldrið örlítið af salti og pipar yfir. Ef notast er við gasgrill skal hafa kveikt á báðum brennurunum í byrjun og slökkva síðan öðrum megin rétt áður en lambalærið er sett á grillið.

Setjið lambalærið þeim megin sem slökkt hefur verið á brennarunum og lokið grillinu. Ef notast er við kolagrill skal hafa kolin öðrum megin og setja lærið þeim megin sem kolin eru ekki. Gott er að hafa lambalærið á grillgrind, og álbakka í miðjunni með dálitlu vatni til að taka við fitunni sem bráðnar.

Grillið lambalærið í 1-1 ½ klst. og snúið því við tvisvar til þrisvar á þeim tíma. Best er að opna grillið sem minnst. Ef óskað er eftir dökkri skorpu má færa lambalærið yfir á hærri hita og snúa því við reglulega þar til æskileg skorpa hefur myndast. Gott getur einnig verið að notast við kjöthitamæli, miðið við að kjötið nái 60°C til 65°C eftir hvíld.

Takið lambalærið af grillinu og látið hvíla á bakka, setjið álpappír yfir í 15-20 mín. áður en það er skorið.

Grilluð steinseljurót og blöðrukál

Grillað blöðrukál er í miklu uppáhaldi hjá ritstjórn Gestgjafans enda frábært meðlæti með grillmatnum. Hægt er að nota aðrar tegundir af káli. Steinseljurót er skemmtileg tilbreyting frá kartöflum en hún gefur líka fínlegt yfirbragð.

- Auglýsing -

1 miðlungsstór sellerírót
1 meðalstór haus blöðrukál
80-100 ml ólífuolía
2-3 tsk. sjávarsalt
1-2 tsk. nýmalaður svartur pipar
1 sítróna, skorin í tvennt

Afhýðið sellerírótina og skerið í miðlungsþykkar sneiðar, setjið í skál og hellið ólífuolíu yfir þannig að hún þeki allar sneiðarnar. Sáldrið sjávarsalti og svörtum pipar yfir, setjið til hliðar. Skerið blöðrukálið í báta og látið í stóra skál.

Hellið ólífuolíu á kálið og sáldrið sjávarsalti yfir. Nuddið ólífuolíunni vel saman við kálið og látið standa í 30 mín. áður en það er grillað. Grillið sellerírótina, blöðrukálið og sítrónuna saman á heitu grilli þar til sellerírótin er elduð í gegn og blöðrukálið hefur fengið á sig góðan lit. Setjið grænmetið á bakka og kreistið örlítið af sítrónusafa yfir úr grilluðu sítrónunni.

- Auglýsing -

Einnig er gott að grilla sítrónur og bera fram með meðlætinu. Það gefur frísklegt og skemmtilegt bragð.

Salsa verde

hnefafylli steinselja, söxuð smátt
1 sítróna
1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
1 msk. kapers, saxað smátt
1 tsk. sjávarsalt
120 ml ólífuolía

Saxið steinseljuna smátt og setjið í skál. Rífið börk af sítrónu og kreistið safann úr. Blandið saman við ásamt hvítlauk, kapers og sjávarsalti. Hellið ólífuolíu saman við og bragðbætið með salti og sítrónusafa.

Súrmjólkursósa með grilluðum jalapenó

1 jalapenó
120 ml súrmjólk
50 ml sýrður rjómi
1 tsk. rifinn börkur af sítrónu
2 msk. nýkreistur sítrónusafi
1 msk. saxaður graslaukur
1 tsk. nýmalaður svartur pipar
½ tsk. sjávarsalt

Grillið jalapenó í u.þ.b. 5 mín. á heitu grilli. Takið af og setjið til hliðar og látið kólna. Setjið restina af hráefninu í skál. Takið fræin innan úr jalapenóinu og saxið það smátt, blandið við sósuna. Bragðbætið með nýmöluðum svörtum pipar og sjávarsalti.

Unnið í samstarfi við Sláturfélag Suðurlands og Hagkaup

Myndataka og klipping / Hákon Davíð Björnsson
Uppskrift og matreiðsla / Folda Guðlaugsdóttir
Stílisti og ritstjórn / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -