Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Myndband: Unaðsleg brauðterta með reyktum laxi og eplum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brauðtertur eru afar vinsælar á Íslandi enda frábærar á veisluborð, í afmæli eða bara í föstudagskaffið í vinnunni. Möguleikarnir eru endalausir þegar kemur að útfærslum bæði á salatinu innan í brauðinu og skreytingunum og hver og einn getur fengið útrás fyrir sköpunarkraftinn í gegnum agúrkur, radísur og annað brauðtertuhráefni. Við hér á Gestgjafanum skelltum í eina afar gómsæta brauðtertu þar sem epli leika skemmtilegt hlutverk.

 

Hægt er að sjá aðferðina í myndbandinu en nákvæm uppskrift er hér að neðan. Verði ykkur að góðu.

Brauðterta með reyktu laxasalati, eplum og dilli

 Laxasalat

300 g majónes
100 g grísk jógúrt
500 g reyktur lax, flakið skorið frá roðinu og laxinn skorinn í litla bita
5 soðin egg, skurnin tekin af og þau skorin í litla bita, gott að nota eggjaskera

2 vorlaukar, skornir smátt
hnefafylli ferskt dill, saxað smátt
½ grænt epli, afhýtt og skorið í litla bita
½-1 tsk. sjávarsalt
½ tsk. nýmalaður svartur pipar

Blandið öllu hráefninu saman og bragðbætið með salti og pipar, setjið til hliðar.

- Auglýsing -

Brauðterta

1 brauðtertubrauð
1 dl grísk jógúrt
1 dl majónes
1 tsk. sítrónusafi

Skerið endana af brauðinu og leggið einn brauðbotn á fat eða bretti. Smyrjið með laxasalati og leggið annan botn ofan á. Endurtakið ferlið þar til botnarnir eru búnir. Ekki setja laxasalat efst á brauðið. Blandið saman sýrðum rjóma, majónesi og sítrónusafa og smyrjið brauðtertuna með því á öllum hliðum.

- Auglýsing -

Hráefni til skreytinga

radísur,  skornar í þunnar sneiðar
soðin egg, skorin í sneiðar
rauð vínber, skorin í tvennt
sítróna, skorin í sneiðar
fersk steinselja
græn paprika, skorin í þunnar sneiðar
reyktur lax, skorinn í sneiðar
rauðrófuspírur
ferskt dill
agúrka, skorin í sneiðar

Skerið niður grænmetið eins og gert er í myndbandi og rúllið upp laxasneiðum. Skreytið brauðtertuna eins og gert er í myndbandinu eða gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn.

Þar sem brauðtertan er einstaklega fínleg og lekker þá pöruðum við hana við ekta kampavín, nánar tiltekið Nicolas Feuillatte, brut og það kom sérlega vel út.

Matreiðsla / Folda Guðlaugsdóttir
Stílisering og ritstjórn / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndataka/  Hallur Karlsson og Hákon Davíð Björnsson
Klipping / Hallur Karlsson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -