Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Næring barna – gott að hafa í huga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ráðlagt er að borða fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag eða minnst 500 g samtals. Velja gjarnan gróft grænmeti eins og t.d. rótargrænmeti eins og gulrætur og rófur en einnig blómkál og hvítkál.

Börn að 10 ára aldri þurfa þó heldur minni skammta.

Fitulitlar og hreinar mjólkurvörur eru góður kostur. Veljið ósykraðar eða mjög lítið sykraðar mjólkurvörur helst án sætuefna. Passlegt magn er tveir skammtar á dag.

Vítamín eru nauðsynleg. D-vítamín gegnir meðal annars mikilvægu hlutverki í kalkbúskap líkamans og er nauðsynlegt fyrir uppbyggingu beina.

Virðum magann okkar og borðum hæfilega mikið, ekki þar til við erum að springa. Maturinn, magnið og máltíðamynstrið er grundvöllur góðra matarvenja.

Hvað eru ráðlagðir dagskammtar?

- Auglýsing -

Ráðlagðir dagskammtar (RDS) er það magn nauðsynlegra vítamína og steinefna sem talið er fullnægja þörfum alls þorra fólks. Þarfir fólks fyrir næringarefni eru mjög breytilegar og því geta RDS-gildin ekki sagt til um einstaklingsbundnar þarfir. Skammtarnir koma þannig fyrst og fremst að notum við að skipuleggja matseðla og meta næringargildi fæðu fyrir hópa fólks eða sem viðmiðunargildi fyrir hollt fæði.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -