Ekkert er betra en heimagerður matur og þar eru brauð ekki undanskilin.
Þetta er næringarríkt og seðjandi bananabrauð með litlu sykurinnihaldi. Brauðið er mjög gott eitt og sér en einnig með smjöri og osti.
220 g hveiti
100 g möndlumjöl
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
1 tsk. kanill
1 ½ dl olía
1 dl púðursykur
1 ½ dl hlynsíróp
1 ½ tsk. vanilla
3 egg
3 meðalstórir bananar, maukaðir
1 ½ dl valhnetur, saxaðar
1 dl þurrkuð trönuber, söxuð
1 dl sólblómafræ, ristuð (má sleppa að rista en gerir gott bragð)
Hitið ofninn í 180°C. Smyrjið stórt formkökuform með smjöri. Blandið hveiti, lyftidufti, kanil og salti saman. Setjið til hliðar. Í stærri skál, hrærið olíu, sírópi og vanillu saman og einu eggi í einu.
Blandið bönununum saman við með sleif ásamt hveitinu. Setjið að lokum hnetur, trönuber og fræ saman við. Setjið blönduna formið. Bakið í 55-60 mín., takið úr ofninum og látið brauðið kólna aðeins áður en það er losað úr forminu.
Umsjón / Bergþóra Jónsdóttir
Myndir / Hallur Karlsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir