- Auglýsing -
Þó það sé komið haust er enn þá full ástæða til að grilla gómsæta rétti á meðan veður leyfir. Hér gefum við uppskrift að grilluðum nautaspjótum með sætri kartöflu, lauk og sveppum.
Nautaspjót
fyrir 2-4
100 g sæt kartafla, skorin í bita
6 stk. skalotlaukar, skornir í tvennt
400 g nautalund, skorin í bita
10 stk. sveppir, heilir ef litlir, annars skornir í bita
1 msk. sojasósa
1 tsk. hunang
1 tsk. saxað chili-aldin
6 grillspjót
Hitið ofn í 200°C. Setjið sætkartöflubita og lauk í ofninn í 10 mín. Raðið síðan á grillspjót ásamt, kjötinu og sveppunum á grillpinna.
Blandið saman sojasósu, hunangi og chili og penslið á spjótin. Grillið í 5-7 mín. á hverri hlið við 200°C.
Umsjón / Theodór Smith
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir