Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Njóttu Amsterdam á hjóli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Amsterdam er ein hjólavænasta borg í heimi og tilvalið að skoða hana á reiðhjóli. Ýmist er hægt að leigja hjól og fara á eigin vegum eða fá leiðsögn. Á hjóli færðu borgina beint í æð en kemst yfir mun meira svæði á einum degi en gangandi. Hér eru nokkrar skemmtilegar leiðir sem gaman er að hjóla í Amsterdam.

Bakkar Amstel-árinnar

Amstel-áin er ein af mögrum fallegum kennileitum Amsterdam og meðfram henni og til baka er frábær 27 kílómetra löng hjólaleið. Byrjað er við Stadhouderskade, hjólað upp með ánni og farið yfir hana við Bruermeester Stramanweg. Þar er tekinn hringur í hinu sögufræga þorpi Ouderkerk aan de Amstel og svo hjólað niður með ánni hinum megin við hana. Á leiðinni má meðal annars sjá fallegar byggingar, ostabændur og hina fallegu á sem Amsterdam dregur nafn sitt af.

De Gooyer-vindmyllan

Þessi skemmtilega 26 kílómetra hjólaleið byrjar og endar við De Gooyer-vindmylluna. Hjólað er um austurhluta Amsterdam til IJburg sem er nýjasta hverfið í borginni sem byggt er á landfyllingum í ánni. Margar flottar brýr eru á leiðinni og áhugavert að skoða hvernig verið er að byggja svæðið upp. Farið er í gegnum garðinn Diemerpark, eitt stærsta útivistarsvæði borgarinnar. Á leiðinni er fullt af flottum arkitektúr og falleg vatnasýn.

Norðurhluti Amsterdam

Hjólaleiðin í gegnum The Rustic North er 28 kílómetra löng og byrjar og endar í Pontplein við IJ-ánna. Hjólað er upp með Noordhollands-kanalnum og svo beygt inn á svokallað Waterland sem hefur að geyma ósnortra náttúrufegurð. Á leiðinni er farið í gegnum söguleg gömul þorp sem einkennast af kyrrð og gömlum húsum.

- Auglýsing -

Zuid-hverfið

Þessi hjólaleið hefst við Amstel-ánna og leiðir okkur upp með henni, í Amstel-garðinn og inn í Zuid-hverfið sem hefur að geyma glæsilegar byggingar og fallegan arkitektúr. Þá er farið í Amsterdamse Bos sem er heillandi almenningsgarður með háum trjám og fjölbreyttum gróðri og plöntum. Þetta er stærsti garðurinn í Amsterdam. Hjólaleiðin er 22 kílómetra löng og endar á sama stað og hún byrjaði, við Amstel-ánna.

Nánari upplýsingar og fleiri hjólaleiðir eru á heimasíðunni iamsterdam.com.

- Auglýsing -

WOW air flýgur til Amsterdam allt árið um kring. Verð frá 7.999 kr. aðra leið með sköttum.

Hafa ber í huga þegar hjólað er í Amsterdam

  1. Notið hjólaakreinarnar sem merktar eru sérstaklega með hvítum línum og hjólatáknum.
  2. Fylgið alltaf umferðarreglum, ljósum og skiltum. Ekki hjóla á gangstéttum, verslunargötum, hraðbrautum og gönguleiðum.
  3. Gefið alltaf merki um að þið séuð að fara að beygja með því að rétta út höndina.
  4. Á kvöldin er skylt að nota bæði fram- og afturljós.
  5. Fylgist vel með allri umferð; gangandi, akandi, fólki á hlaupahjólum, sporvögnum og svo framvegis.
  6. Farðu varlega yfir sporvagnabrautir þar sem auðvelt er að festa hjólin í þeim.
  7. Passið upp á að læsa hjólinu alltaf á réttan hátt á öruggum stað við eitthvað jarðfast. Mælt er með opinberum reiðhjólarekkum.
  8. Gefið öðru reiðhjólafólki pláss, verið á sama hraða og aðrir og stoppið og leggið til hliðar til að skoða kortið eða svara í símann.
  9. Forðist háannatíma, klukkan 8 til 9 og 17 til 18, en þá eru þúsundir hjóla á götunum og biðraðir oft langar við gatnamót. Ef þið þurfi ekki að vera mætt einhvers staðar skuluð þið bíða þennan tíma af ykkur.
  10. Amsterdambúar eru alræmdir fyrir að brjóta umferðareglurnar þegar þeir hjóla. Ekki fylgja fordæmi þeirra.

Myndir / iamsterdam.com

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -