Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Nokkrar staðreyndir um kassavín …

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrir nákvæmlega 50 árum síðan, lagði Ástralinn Thomas Angove, víngerðarmaður frá Suður-Ástralíu, inn umsókn á einkaleyfi á ílátum sem áttu eftir að umbylta vínmarkaðnum. Poki úr pólýetýlenplasti sem gat innihaldið 4,5 l af víni var settur í kassa úr pappa.

Neytendur þurftu bara að klippa hornið af pokanum og loka aftur með þar til gerðum tappa. Þessi vara þróaðist fljótlega, sérstaklega pokinn sem varð tveimur árum seinna úr mörgum lögum af plasti og málmi. Seinna kom krani á pokann sem tryggði að hann væri loftþéttur og læki ekki. Í dag innihalda flestir kassar 3 lítra af víni, en ekki lengur 4,5 eða 5 lítra, sem samsvarar fjórum 750 cl flöskum.

Þessi uppfinning – eða kannski frekar hugmynd – átti eftir að verða óhemjuvinsæl í vínheiminum og sem dæmi má segja að rúmlega helmingur af þeim vínum sem seljast á Norðurlöndum eru í kassa. Óneitanlega hefur kassavínið marga kosti fyrir neytandann: umbúðirnar eru ódýrari en flöskurnar og verð á hvern lítra af víni verður þar með ódýrari, vínið geymist betur eftir að búið er að opna og þægilegra (og stundum öruggara) er að flytja vínið í þessum kössum. Neytandinn verður samt að hafa nokkur atriði í huga þegar hann kaupir kassavín.

Líftími kassavínsins

Þó að vínið geymist betur eftir að búið er að rjúfa innsigli pokans (= opna kranann) en vín á flösku, gildir það ekki um geymslu vínsins áður en kassinn er opnaður. Súrefni hefur mikil áhrif á geymslu víns og síast það í litlum mæli í gegnum plastfilmuna, meira en í gegnum glerflöskurnar. Kassavín hefur þar af leiðandi styttri líftíma áður en kassinn er opnaður, í flestum tilfellum eitt ár, og ber að sýna dagstimpil. Vínið verður ekki hættulegt heilsu eftir að það rennur út en bragðist breytist, ávöxturinn minnkar.

Líftími vínsins í kassanum

- Auglýsing -

Kassavínið hefur þó vinninginn þegar kemur að því að geyma það eftir að búið er að opna fyrir kranann. Talað er um að vínið geymist í 4 til 6 vikur eftir að búið er að opna. Það er kannski fullmikil bjartsýni því eftir 3 til 4 vikur fer súrefnið sem kemur inn þegar kraninn er notaður að hafa áhrif og ávöxturinn minnkar, vínið oxast þá og bragðið breytist. Hér er það ekki hættulegt heilsu en ánægjan er þó mest að drekka vínið ferskt og með því bragði sem ætlast er til að sé af því.

Vínið í kassanum er sama vínið og er í flöskunni en …

Þegar víninu er pakkað í framleiðslulandinu er það í flestum tilfellum það sama og er á flöskum með sama nafni en árgangur er ekki tekin fram á kassanum (eða sjaldnast) þannig að þar er árgöngum blandað saman. Þegar vínið er flutt í tankskipi frá framleiðslulandi og pakkað í Evrópu þarf að nota aukefni til að „stabilisera“ vínið, öll leyfileg, en kokteill aukefnanna getur komið fram sem óþol eða ofnæmi hjá þeim sem eru viðkvæmir fyrir – og þeim fjölgar stöðugt.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -