Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Nokkur frábær eldhúsráð sem allir ættu að kunna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hér koma nokkur frábær eldhúsráð.

 

-Mörgum vex í augum að ná granatepla-fræjum úr ávextinum. Gott ráð er að skera hann í tvennt taka annan helminginn og halda honum yfir skál með því að láta fræhlutann snúa niður og banka í hann með kökukefli, þannig losna fræin.

-Ekki henda ysta hluta parmesan-ostsins sem er orðin harður, hann er bragðmikill og alls ekki ónýtur. Best er að rífa hann niður setja í poka og frysta eða geyma í ísskápnum. Það er svo hægt að nýta hann út á pasta eða risottó, í súpur og samlokur eða það sem manni dettur í hug.

-Þegar hrísgrjón, bulgur eða kínóa er eldað er mjög gott að setja krydd út í vatnið. Við mælum með límónulaufum, anísstjörnum, kardimommubelgjum eða heilum piparkornum. Sigtið frá fyrir notkun.

Vissir þú að það er hægt er að frysta pönnukökur í allt að tvo mánuði. Mynd / Unsplash

-Hægt er að frysta pönnukökur í allt að tvo mánuði. Bakið pönnukökur eins og venjulega og látið þær kólna alveg. Setjið smjörpappír á milli pönnukakana og látið inn í stóran rennilásapoka eða box með þéttu loki. Þegar á að gæða sér á pönnukökunum takið þær úr frysti og látið þiðna við stofuhita. Einnig er hægt að velgja þær á heitri pönnu í stutta stund áður en þær eru bornar fram.

-Ef grænmeti ofeldast og verður næstum að mauki í ofninum eða pottinum, notið það í súpur, ekki henda því. Einnig er sniðugt að nota afganga af t.d. brokkóli og gulrótum í grænmetissúpur. Einfalt er að skella grænmetinu í blandara, setja grænmetistening saman við, rjómaost, rjóma eða kókosmjólk, smakka til með salti og pipar og þessi dýrindis súpa er tilbúin.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -