Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Nokkur góð ráð þegar matvæli eru fryst

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frysting á matvælum hefur marga kosti fram yfir aðrar geymsluaðferðir.

Frystiskápar og -kistur urðu vinsælar um miðja 20. öldina en vinsældir þeirra hafa aðeins minnkað með auknum opnunartíma verslana og meiri áherslu á ferskar vörur. Flestir eru þó með frystihólf í ísskápnum eða lítinn frysti og þeir sem búa fjarri byggð eru oft með stóra frystikistu. Frysting á matvælum hefur marga kosti fram yfir aðrar geymsluaðferðir þar sem bragðið breytist lítið og hægt er að frysta ýmsa matvöru í talsvert langan tíma. Hér eru nokkur góð ráð sem vert er að hafa í huga við frystingu matvæla.

Betra er að frysta litla skammta af mat vegna þess að ef frystingin er hröð þá myndast litlir vatnskristallar í matnum sem hefur lítil áhrif á bragðið þegar maturinn er þiðinn. Stórir skammtar af mat frjósa eðlilega hægar og því verða vatnskristallarnir stærri sem hefur meiri neikvæð áhrif á matinn þegar hann er þiðinn, hann getur orðið vatnskenndur og bragðminni.

Setjið aldrei heitan mat inn í frysti, reyndar gildir sama regla um kæliskápa. Betra er að láta matinn kólna alveg og setja hann svo í passlegar skammtastærðir inn í frysti.

Notið ávallt góð ílát, stökkt plast er ekki endilega best þar sem það getur brotnað. Best er að kaupa þar til gerð frystiplastbox.

Merkið ávallt boxin með frystitússi, skrifið hvernær maturinn var settur í frystinn og einnig hvað er í boxinu. Einnig er hægt að kaupa miða sem þola frost til að merkja boxin.

Reynið að stafla ekki boxunum saman þegar maturinn er frystur, betra er að hafa bil og rúm á milli svo maturinn frystist hraðar og sem minnstir kristallar myndist.

- Auglýsing -

Hitastigið á frystinum ætti að vera á milli -18°C og -20°C.

Matvæli sem innihalda mikið magn sykurs eða alkóhóls frystast oft illa og því er miklvægt að hafa þau ekki lengi í frystinum, þetta á t.d. við um ís sem kristallast með tímanum sem hefur áhrif á bragð og áferð.

Hafið gott skipulag í frystinum svo að maturinn skemmist síður. Gott er t.d. að nota körfur sem auðvelt er að færa til. Einng er sniðugt að vera með gott kerfi og t.d. að setja alla ávexti á einn stað, kjöt á annan og eldaðar máltíðir á hinn þriðja og þar fram eftir götum.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -