Smákökur með Nutella fyllingu
Aðferð:
1 bolli (320g) Nutella
2 bollar (280g) hveiti
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
3/4 bolli (170 g) ósaltað smjör, mjúkt við stofuhita
1/2 bolli (100g) sykur
2/3 bolli (80g) flórsykur
1 stórt egg
1 tsk vanilludropar
Nutella fylling:
Settu kúffulla matskeið af Nutell á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Endurtakið og búið til 20 litlar hrúgur( Mér finnst gott að búa til aðeins meira en ég þarf ef á að halda)
Settu bökunarplötuna í frysti og láttu það kólna þar til það er fast eða í 30-60 mínútur.
Blandið saman hveiti, matarsóda og salti í meðalstórri skál og leggið til hliðar.Þeytið smjör, sykur og púðursykur í blöndunarskál á meðal-lágum hraða í 4 mínútur. Bætið eggi og vanilludropum út í og þeytið þar til það hefur blandast saman. Bætið hveitiblöndunni út í og þeytið aðeins þar til það hefur blandast saman og deig byrjar að myndast. Ef deigið er of mjúkt til að vinna með, kælið þá í ísskáp í 30 mínútur.
Skiptið deiginu í 20 jafnstóra kúlur. Þrýstu kúlunum niður til að fletja þær örlítið út fyrir fyllinguna. Taktu kældu Nutella úr frystinum. Setjið eina msk af Nutella í miðju hvers deigs og brjótið deigið utan um það til að mynda kringlóttar og lokaðar kúlur.
Vinnið hratt svo Nutellað bráðni ekki.
Settu kúlur á bökunarplötur klæddar bökunarpappír og kældu í ísskáp í 15-30 mínútur áður en þú bakar. Forhitið ofninn í 180°C á blæstri og bakið í 13-15 mínútur. Kökurnar eiga að vera ljósar að lit svo ekki freistast til að baka þær lengur.
Leyfðu kökunum að kólna á bökunarplötu í 5-10 mínútur og færðu síðan varlega yfir á vírgrind til að kólna alveg.