Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Nýjasta uppátæki Gordons Ramsay vekur athygli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Breski stjörnu­kokk­ur­inn fer mikinn á samfélagsmiðlinum TikTok þessa dagana.

Gor­don Ramsay sem er þekktur fyrir að láta matreiðslumenn og veitingahúsaeigendur heyra það í þáttunum Hell’s Kitchen og Kitchen Nightmares er nú farinn að beina spjótum sínum að almenningi.

Sjónvarpskokkurinn og Íslandsvinurinn hefur verið mjög virkur á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hann hefur aðallega verið að deila alls konar hugljúfum myndböndum, til dæmis upptöku af sér að dansa við dóttur sína, en undanfarið hefur hann verið að sækja í sig veðrið með því að gagnrýna harkalega ljósmyndir og myndbönd af heimagerðum mat og lýsa yfir hvað hann sé gjörsamlega glataður.

Skemmst er frá því að segja að uppátækið hefur slegið rækilega í gegn þar sem áhorfið á myndböndin hefur rokið upp um margar milljónir og hefur Ramsay vart undan við að fara yfir matarmyndir og -videó frá fólki sem er áfjáð í að láta rakka matinn sinn niður.

Mynd / commons.wikimedia.org

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -