Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Ómótstæðileg kókoskaka með karamellu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þessi er algjörlega ómótstæðileg fyrir sælkera og ekki skemmir fyrir að hana er tiltölulega einfalt að gera.

Kókoskaka með karamellu

150 g hveiti, sigtað
40 g kókosmjöl
90 g púðursykur
220 g ósaltað smjör, mjúkt
75 g rifið kókos (coconut flakes)
90 g hafrar
115 g gyllt síróp (golden syrup)
360 g dulce de leche, við notuðum frá Stonewall Kitchen
þeyttur rjómi, til að bera fram með ef vill

Hitið ofn í 180°C. Setjið hveiti, kókosmjöl, sykur og 140 g af smjöri í skál og hrærið saman þar til blandan líkist grófri brauðmylsnu, hér er gott að nota hendurnar. Smyrjið 20 cm kökuform og klæðið með smjörpappír. Hellið deiginu í formið og þrýstið niður á það með bakhliðinni á skeið.

Bakið í 20-25 mín. Látið kólna í 10 mín. Setjið rifna kókosið, hafra, síróp og restina af smjörinu í skál og hrærið saman. Hellið dulce de leche yfir botninn í forminu og hellið kókos-hafrablöndunni yfir. Bakið í 20-25 mín. Látið kökuna kólna alveg áður en hún er skorin og borin fram með rjóma ef vill.

Umsjón / Folda Guðlaugsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg
Mynd / Hákon Davíð

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -