Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Orkumikil og einföld máltíð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lax er fullur að nauðsynlegum fitusýrum og næringarefnum en 100 g af villtum laxi eru 2,8 g af Omega-3 og hágæða prótein auk vítmína og steinefna á borð við magnesíum, kalíum, selen og B-vítamín. Ráðlegt er að borða feitan fisk allavega einu sinni til tvisvar í viku til að fá allar þær Omega-3 fitusýrur líkaminn þarf á að halda. Hér er fljótleg og gómsæt uppskrift að laxi.

 

Ofnbakaður lax með grænmeti
fyrir 4

2 rauðlaukar, skornir í bita
2 paprikur, gjarnan 2 litir
2 fersk fennel, skorin í þykkar sneiðar
1 hvítlaukur, skorinn í tvennt
4 msk. olía
salt og pipar
300 g konfekttómatar
4 laxasteikur (700-800 g)

Hitið ofninn í 180°C. Raðið öllu grænmeti nema tómötum í ofnfast fat, sáldrið 2 msk. af olíu yfir og kryddið. Bakið þetta í 20 mín.

Bætið tómötum á fatið og leggið laxinn ofan á, dreypið örlítilli olíu aftur yfir og saltið og piprið laxinn. Látið þetta inn í ofninn í 10-15 mín. í viðbót, tíminn fer eftir þykkt laxastykkjanna.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Ernir Eyjólfsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -