Miðvikudagur 11. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Orkumúffur með bláberjum – Gott millimál

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hér kemur uppskrift að gómsætum bláberjamúffum sem eru fullkomnar sem nesti og sem millimál. Þessa uppskrift er svo hægt að gera tilraunir með og skipta út hráefnum.

Orkumúffur með bláberjum
10 stk. (stórar)

 

4 dl haframjöl
1 ½ dl möndlumjöl
1 tsk. lyftiduft
½ tsk. matarsódi
1 ½ tsk. kanill
1 tsk. kardimommuduft
½ tsk. salt
1 dós sýrður rjómi (180 g)
1 dl möndlusmjör
1 dl sykur eða hunang
2 egg
2 tsk. vanilludropar
150 g bláber (gott að nota frosin)
u.þ.b. 1 dl möndluflögur (má sleppa)

Hitið ofn í 190°C. Blandið þurrefnunum vel saman. Pískið saman sýrðan rjóma, möndlusmjör, hunang, egg og vanilludropa í annarri skál. Hellið vökvanum út í þurrefnin og hrærið létt saman með sleif í nokkrum handtökum.

Bætið bláberjum út í og hrærið nokkrum sinnum þannig að þau dreifist vel í deigið. Skiptið deiginu niður í múffuform og stráið möndluflögum yfir. Bakið í 20-30 mín.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Íris Dögg Einarsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -