Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Peach Melba

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pêche Melba er löngu orðinn klassískur eftirréttur og hefur verið á matseðlum veitingahúsa allt frá því að matreiðslumaðurinn frægi Georges Escoffier framreiddi hann fyrst fyrir óperusöngkonuna Nellie Melba undir lok 19. aldar. Melba var áströlsk að uppruna en hafði elt draum sinn um frægð og frama á óperusviðinu til Evrópu.

Pêche Melba
fyrir 4

Ferskjur:
200 g sykur
500 ml vatn
4 þroskaðar ferskjur, skornar í tvennt og kjarninn tekinn úr
1 msk. sítrónusafi

Hitið sykur og vatn í potti yfir meðalháum hita þar til sykurinn hefur leysts upp. Bætið sítrónusafanum saman við og leggið ferskjurnar í pottinn. Eldið við suðumark þar til ferskjurnar eru orðnar mjúkar og hnífur eða prjónn rennur auðveldlega í gegnum aldinkjötið þegar stungið er í þær, u.þ.b. 10 mín. Takið af hitanum og fjarlægið ferskjurnar úr sírópinu. Fjarlægið hýðið með því að tosa það af ferskjunum. Setjið til hliðar.

Hindberjasósa:
125 g fersk eða frosin hindber
100 g flórsykur

Maukið hindberin í matvinnsluvél eða blandara. Hellið maukinu í gegnum síu og þrýstið niður á á fræin til að ná sem mestu af hindberjasafanum. Hendið fræjunum. Sigtið flórsykurinn smám saman við hindberjasafann og hrærið vel í með píski til að leysa sykurinn alveg upp.

1 l vanilluís
6 msk. möndluflögur, ristaðar

- Auglýsing -

Takið fram fjóra diska eða skálar. Setjið 1-2 kúlur af vanilluís í hverja skál. Setjið 2 helminga af ferskjum ofan í skálina og hellið hindberjasósu yfir. Skreytið með ristuðum möndluflögum.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -