Hér kemur ferskur og fallegur eftirréttur sem gleður bragðlaukana. Uppskriftin er fyrir fjóra.
Rabarbaramauk
350 g rabarbari, skorinn í bita
1 vanillustöng
3/4 dl sykur
1/2 dl vatn
Setjið rabarbara í pott, skafið fræin úr vanillustönginni og merjið saman við sykurinn með gaffli. Setjið vanillusykurinn, restina af vanillustönginni og vatn í pottinn og sjóðið saman í 10-15 mín. eða þar til rabarbarinn fer að losna í sundur. Látið kólna.
Chia-búðingur
3 dl kókosmjólk
3 msk. chia-fræ
3-4 tsk. hunang
1/2 tsk. vanilludropar
börkur af 1 sítrónu
Blandið öllu saman og setjið í kæli í a.m.k. 1 klst. Bragðbætið með hunangi ef þarf (kókosmjólk er mismunandi að sætleika eftir tegundum).
Marineruð bláber
150 g bláber
börkur af 1/2 sítrónu
1 msk. sítrónusafi
2 msk. sykur
Setjið allt saman í skál og blandið. Látið standa í kæli í a.m.k. 1 klst.
Setjið chia-búðing í glas og rabarbaramauk ofan á, síðan aftur chia-búðing og loks bláber. Endurtakið ef þarf til að fylla glasið. Dreypið gjarnan örlitlu hunangi yfir.