Föstudagur 15. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Rabarbara- og bláberjaeftirréttur með chia-fræjum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hér kemur ferskur og fallegur eftirréttur sem gleður bragðlaukana. Uppskriftin er fyrir fjóra.

 

Rabarbaramauk

350 g rabarbari, skorinn í bita
1 vanillustöng
3/4 dl sykur
1/2 dl vatn

Setjið rabarbara í pott, skafið fræin úr vanillustönginni og merjið saman við sykurinn með gaffli. Setjið vanillusykurinn, restina af vanillustönginni og vatn í pottinn og sjóðið saman í 10-15 mín. eða þar til rabarbarinn fer að losna í sundur. Látið kólna.

Chia-búðingur

3 dl kókosmjólk
3 msk. chia-fræ
3-4 tsk. hunang
1/2 tsk. vanilludropar
börkur af 1 sítrónu

- Auglýsing -

Blandið öllu saman og setjið í kæli í a.m.k. 1 klst. Bragðbætið með hunangi ef þarf (kókosmjólk er mismunandi að sætleika eftir tegundum).

Marineruð bláber

150 g bláber
börkur af 1/2 sítrónu
1 msk. sítrónusafi
2 msk. sykur

- Auglýsing -

Setjið allt saman í skál og blandið. Látið standa í kæli í a.m.k. 1 klst.

Setjið chia-búðing í glas og rabarbaramauk ofan á, síðan aftur chia-búðing og loks bláber. Endurtakið ef þarf til að fylla glasið. Dreypið gjarnan örlitlu hunangi yfir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -