Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Ræktar vín með aðstoð dvergkinda – Sagði skilið við fjármálaheiminn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höskuldur Ari Hauks­son, ís­­lenskur doktor í stærð­­fræði sagði skilið við fjármálaheiminn til þess að gerast vínbóndi í Sviss.
„Þetta er nú bara hobbí sem að varð allt of stórt allt í einu,“ sagði Höskuldur í viðtali sem birtist í fréttum stöðvar 2 í gærkvöldi. Höskuldur er nú staddur á landinu til þess að kynna vín sitt fyrir landanum og bjóða þeim, sem hafa áhuga og aldur til, að smakka. Segist hann hafa byrjað ræktunina á einu tonni af pinot noir þrúgum og búið til vín heima hjá sér, svoleiðis hafi það verið í tvö til þrjú ár, eða þar til hann tók við fyrstu vínekrunni.

Skjáskot – Höskuldur með dvergkind

„Á fjórða árinu þá gerðist ég svo bara bóndi,“ segir hann og bætir við að starfið sé bæði skemmtilegt og hörkumikið púl. Nýverið fékk Höskuldur sér aðstoðarmenn við að halda grasinu á vínekrunum niðri. Aðstoðarmennirnir eru heldur óvenjulegir en um er að ræða svokallaðar dvergkindur. „Þetta eru dverg­kindur. Þetta er minnsta kinda­kyn í heiminum. En það er svo á­huga­vert við það að það voru upp­haf­lega víkingarnir sem komu með þessar kindur til eyjunnar Ou­essant.“
Mörg vínanna sem Höskuldur bruggar hafa íslenskt nafn; til dæmis Horn, Rauð, Hvít, Sólskin en nýjasta vínið nefnist Perlur og er það freyðivín. Höskuldur verður á Hótel Hilton Nordica í dag milli tvö og sjö að bjóða þeim, sem hafa aldur til, að smakka vínin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -