Fimmtudagur 26. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Reykjavík Meat, nýtt og spennandi veitingahús

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Reykjavík Meat er glænýr og áhugaverður staður á Frakkastíg 8 en þar er, eins og nafnið gefur til kynna, aðaláherslan á góðar og verulega safaríkar steikur.

Rekstraraðilarnir eru þeir sömu og eiga Mathús Garðabæjar en það er Víðir Erlingsson yfirkokkurinn sem heldur um taumana í eldhúsinu. Maturinn er eldaður og grillaður á kolum sem gefur matnum einstaklega gott bragð. Hráefnið er líka fyrsta flokks en megnið af kjötinu er frá Kjöt Company og úrvalið af nautakjöti er gott og svo er boðið upp á lamb.

Einnig er boðið upp á svokallað „sashi”-kjöt eða marmarakjöt sem er sérstaklega innflutt frá Danmörku og Reykjavík Meat er með einkaleyfi á. Þeir sem ekki eru fyrir kjöt geta andað léttar því hægt er að fá góða fisk- og grænmetisrétti sem líka eru eldaðir á kolum og gæla við bragðlaukana.

Um síðustu helgi bauð Reykjavík Meat í smökkunarpartí þar sem boðsgestum var boðið að koma og smakka gómsæta rétti á matseðlinum, lyfta glasi og hlusta á skemmtilega tónlist. Mannlíf var á staðnum og myndaði stemninguna og veislugesti. Við óskum Reykjavík Meat innilega til hamingju með þennan nýja og áhugaverða stað sem óhætt er að segja að sé kærkomin og skemmtileg viðbót við veitingahúsaflóruna á Íslandi.

Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir, ritstjóri Gestgjafans og Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, aðstoðarútgáfustjóri Mannlífs skemmtu sér konunlega.

- Auglýsing -

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -