Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Ris à l´amande – klassískur dessert

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Besti eftirréttur sem sumir hafa bragðað.

Ris à la Mande er uppáhalds eftirréttur margra og sumum finnst jólin hreinlega ekki vera komin fyrr en þeir hafa bragðað á honum. Hér kemur uppskrift að þessum sívinsæla eftirrétti og þremur ljúffengum sósum.

RIS À L´AMANDE
fyrir 6-8

Sumum finnst jólin hreinlega ekki vera komin fyrr en þeir hafa bragðað á ris a la mande.

7 dl mjólk

1 msk. smjör

70 g hrísgrjón, best að nota grautargrjón

korn úr 1 vanillustöng

- Auglýsing -

40 g möndlur, saxaðar

2 msk. sykur

2 ½ dl rjómi

- Auglýsing -

1 tsk. vanilludropar

Setjið mjólk, smjör, hrísgrjón, korn úr vanillustöng, ásamt stönginni sjálfri, og möndlur í pott, munið að taka eina möndlu frá til að bæta í grautinn eftir suðu svo möndlugjöfin fari ekki forgörðum. Hitið að suðu og látið malla við mjög lágan hita í 40 mínútur. Látið grautinn kólna alveg. Þeytið rjóma og 2 msk. af sykri saman og blandið honum saman við hrísgrjónin. Bragðbætið með vanilludropum og e.t.v. meiri sykri. Setjið í skál og skreytið. Berið fram með hindberja-, karamellu- eða passíuávaxtasósu.

PASSÍUÁVAXTASÓSA:

6-8 passíuávextir (passion fruit)

1 dl appelsínusafi (úr 2-3 appelsínum)

½ dl vatn

2 msk. sykur

1 tsk. kartöflumjöl

2 msk. líkjör, má sleppa

Skerið passíuávexti í tvennt og setjið aldinkjötið í skál. Sigtið vökvann frá fræjunum en geymið 1 ½ msk. af þeim. Hrærið appelsínusafa, vatn, sykur, kartöflumjöl og líkjör, ef þið notið hann, saman við. Setjið blönduna í pott og sjóðið þar til hún þykknar. Bætið fræjunum sem tekin voru frá saman við.

HINDBERJASÓSA:

300 g hindber, fersk eða frosin

30 g sykur

1-2 tsk. sítrónusafi

Afþýðið hindber ef þið notið frosin. Setjið berin í matvinnsluvél ásamt sykri og sítrónusafa og blandið vel saman.

KARAMELLUSÓSA:

2 dl rjómi

2 msk. síróp

120 g sykur

30 g smjör

1 tsk. vanilludropar

Sjóðið rjóma, síróp og sykur saman þar til blandan er orðin karamellukennd, þetta tekur u.þ.b. 8-10 mínútur. Bætið smjöri og vanilludropum út í og takið pottinn af hellunni.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Kristinn Magnússon
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -