Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Rósmarín má nota í nánast hvað sem er

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rósmarín hefur verið notað sem kryddjurt til matargerðar lengi. Venjulega er best að saxa fersk rósmarínblöð mjög smátt fyrir notkun því að þau eru hvöss og hörð og geta stungið.

Einnig má nota heila rósmarínkvisti í mat og veiða þá upp úr pottinum áður en rétturinn er borinn fram.

Nota má rósmarín í nánast hvað sem er en þá er oftast best að feta sig rólega áfram í tilraunum vegna þess hve bragðmikil kryddjurtin er. Rósmarín ætti til dæmis að nota sparlega í bragðmilda rétti því blöðin gefa frá sér bragðsterka og eilítið ramma olíu er þau hitna.

Ferska rósmarínkvisti má hafa til að tylla saman kjötvefjum sem á að steikja eða grilla eða þræða kjöt og grænmeti upp á þá eins og grillspjót.

Ferskar rósmaríngreinar geymast í nokkra daga í ísskáp.

Rósmarín má þurrka en blöðin tapa bragði og ilmi við þurrkun og verða mjög hörð og hvöss.

- Auglýsing -

Ef notað er þurrkað rósmarín er best að mylja það smátt fyrir notkun eða steyta það í mortéli, þannig næst bragðið betur fram.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -