Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Sælkera perlubyggsbollur með grænmeti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í þennan rétt var notað perlubygg sem er lúxusútgáfan af bygginu. Suðutíminn er einungis 15 mínútur og því sniðugt að nota það í staðinn fyrir hrísgrjón eða kartöflur til tilbreytingar. Hér er byggið notað í bollur sem eldaðar eru með grænmeti í ofni. Rétturinn getur staðið einn sér en líka sem meðlæti t.d. með fiski.

Bakaðar byggbollur með grænmeti og osti
fyrir 4

1 kg sætar kartöflur, skornar í teninga
6 tómatar, gróft saxaðir
2 rauðlaukar, skornir gróft
2 tsk sjávarsalt
1 tsk. nýmalaður pipar
1 msk. ólífuolía
170 g pecorino-ostur, fínt rifinn, eða annar bragðmikill ostur
1 egg
100 g perlubygg, soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakka
hnefafylli salvíulauf, smátt skorin
2 hvítlauksgeirar, afhýddir
3 tsk. nýmulinn svartur pipar og salt
4 msk. mjólk
50 g brauðraspur
hnefafylli, fersk basilíka

Hitið ofninn í 200°C. Setjið sætar kartöflur, tómata og rauðlauk í eldfast mót, sáldrið salti, pipar og olíu yfir og bakið í 10 mínútur. Setjið ost, egg, soðið perlubygg, salvíu, hvítlauk og salt og pipar í matvinnsluvél og maukið gróflega saman.

Mótið litlar bollur úr deiginu. Veltið þeim upp úr mjólk og svo brauðraspi. Takið grænmetið úr ofninum og raðið bollunum á fatið og bakið í 15 mínútur í viðbót. Saxið basilíku og stráið yfir réttinn.

Mjög gott að bera réttinn fram með pestói eða góðu tómatmauki.

 Bygg, hið íslenska heilkorn

- Auglýsing -

Bygg hefur mjög lágan sykurstuðul, inniheldur flókin kolvetni og er mjög trefjaríkt, það er því sérlega gott fyrir meltinguna. Bygg er líka ríkt af vítamínum, járni og kalki. Svo er það líka mjög saðsamt og bragðgott og ekki skemmir fyrir að bygg er ræktað hér á landi.

Perlubygg er sérvalið korn sem er slípað og minnir á perlur. Suðutíminn er stuttur sem er mikill kostur. Hentugt er að nota það í grænmetisrétti, salöt eða sem meðlæti. Mjög sniðugt er að útbúa ,,byggottó“ úr því, uppskrift má sjá t.d. inn á vefsíðu Móðir jarðar framleiðanda íslenska byggsins.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

- Auglýsing -

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -