Mörgum finnst maturinn bragðast betur úti undir berum himni og nota hvert tækifæri til að taka með sér nesti til að snæða úti í guðsgrænni náttúrunni. Þessi er ómissandi í nestiskörfuna.
Sænskt þunnbrauð með laxi og piparrót
4 stk.
150 g rjómaostur
200 g reyktur, skorinn í þunnar sneiðar
2 msk. fersk piparrót, rifin
30 g klettakál
nýmalaður pipar
Smyrjið þunnbrauðið með rjómaosti og raðið laxasneiðum ofan á. Stráið piparrót og klettakáli ofan á og malið pipar yfir. Rúllið brauðinu þétt upp og setjið í loftþéttar umbúðir.
Sniðugt er að eiga svona þunnbrauð í frysti og grípa í þegar undirbúa á nesti í lautarferðina. Hér er áleggið lax og piparrót en það getur verið hvað sem er.
Samlokur eru alltaf hentugur matur í ferðalagið. Það má gera góða samloku frábæra með því að mala pipar yfir í lokin eða saxa ferskar kryddjurtir. Kryddaður rjómaostur, ólífur, laukur eða kryddmauk gera venjulega samloku að sælkeramat.
Texti / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Karl Petersson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir