Mánudagur 18. nóvember, 2024
-4.4 C
Reykjavik

Sæt og seiðandi chiffon-kaka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Chiffon-kaka er mjög létt í sér og loftkennd. Uppistaðan er olía, egg, sykur, hveiti og lyftiefni og bragðefni. Þar sem ekki er notað smjör í svona kökur er nauðsynlegt að nota mikið af eggjum. Í Chiffon-kökum og svokölluðum englakökum sem einnig hafa loftkennda áferð eru eggjahvíturnar alltaf stífþeyttar og settar rólega saman við með sleif.

 

CHIFFON-KAKA
8-12 sneiðar

60 g dökkt kakó
2 msk. skyndikaffiduft
150 ml heitt vatn
200 g hveiti
300 g sykur
1 ½ tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
120 ml olía
7 egg, skilin
2 tsk. vanilludropar
¼ tsk. cream of tartar
50 g pistasíuhnetur
6-7 döðlur, saxaðar

Hitið ofninn í 160°C. Blandið saman í skál, kakódufti, skyndikaffidufti og sjóðandi vatni, látið kólna í 20 mín. Setjið hveiti, helminginn af sykrinum, lyftiduft og salt saman í hrærivélarskál.

Bætið olíu, eggjarauðum og vanillu saman við. Hellið kakóblöndunni út í og hrærið. Þeytið eggjahvítur og cream of tartar og bætið afganginum af sykrinum saman við og þeytiðþar til blandan verður stíf, blandið saman við deigið í skömmtum, notið sleif eða sleikju. Setjið deigið í 25 cm stórt hringlaga smurt form.

Bakið í 60-65 mín. eða þar til prjónn sem stungið hefur verið í kökuna kemur hreinn út. Látið kökuna kólna áður en hún er tekin úr forminu. Smyrjið súkkulaðikreminu yfir kökuna og skreytið með söxuðum pistasíum og döðlum. Berið kökuna fram með rjóma.

- Auglýsing -

Súkkulaðikrem

200 g suðusúkkulaði
2 msk. kakó
1 dl sjóðandi vatn
100 g smjör, við stofuhita

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, setjið allt í skál og þeytið saman þar til kremið verður mjúkt og glansandi, dreifið yfir kökuna.

- Auglýsing -

Umsjón / Bergþóra Jónsdóttir og Nanna Teitsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -