Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-8.2 C
Reykjavik

Sætkartöflusalat með rúsínum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Með girnilegum steikum eða fallegum fiski er gaman að bera fram spennandi meðlæti. Kartöflusalöt eru alltaf klassísk með grillmat en gaman er að breyta aðeins til og prófa eitthvað aðeins öðruvísi. Stundum þarf bara einfaldlega að stíga aðeins út fyrir þægindarammann og prófa að blanda saman hráefnum á nýjan hátt og sjá hver útkoman verður.

 

600 g sæt kartafla
3-4 msk. ólífuolía
1 tsk. salt
½ tsk. pipar
2 cm bútur blaðlaukur
2 msk. söxuð steinselja
2 msk. saxaður kóríander
4 msk. ólífuolía
2 msk. hunang
1 msk. balsamedik
1 msk. sítrónusafi
2 msk. appelsínusafi
3 msk. rúsínur
2 cm bútur ferskt engifer
50 g pekanhnetur
½ tsk. kanill
½ tsk. salt

Hitið ofninn í 180°C. Skerið kartöfluna í hæfilega stóra munnbita og raðið á plötu með ólífuolíu, salti og pipar.

Bakið í um 30 mínútur eða þar til kartöflubitarnir hafa fengið fallega gullinn lit. Saxið blaðlauk og kryddjurtir fínt, blandið olíu, hunangi, ediki, sítrónusafa og appelsínusafa saman við kryddjurtirnar.

Bætið rúsínum, smátt rifnu engifer, pekanhnetum út í og bragðbætið með kanil og salti. Hellið sósunni yfir kartöflurnar um leið og þær koma úr ofninum. Berið fram volgt en salatið er líka mjög gott kalt.

Umsjón / Sigurlaug Jóhannesdóttir
Myndir / Kristinn Magnússon
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -