Laugardagur 16. nóvember, 2024
0.6 C
Reykjavik

Sagt draga úr smithættu á veitingastöðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ný rafræn lausn gerir fólki kleift að panta vöru og greiða fyrir hana í gegnum símtæki.

Helgi Andri Jónsson framkvæmdastjóri SalesCloud.

„Þetta er mjög sniðug lausn sem við höfum smíðað og það má eiginlega segja að hún sé það einkum núna í ljósi þess heilbrigðisástands sem ríkir í heiminum, því hún dregur úr smithættu,“ segir Helgi Andri Jónsson, framkvæmdastjóri SalesCloud, sem hefur sett á markað rafræna lausn sem gerir viðskiptavinum kleift að njóta snertilausrar sjálfsafgreiðslu, meðal annars, við pantanir á veitingastöðum.

Lausnin kallast eTags og virkar þannig að viðskiptavinur, til dæmis á veitingastað, ber símann sinn upp að þar til gerðu eTag merki á borðinu og fær þá matseðilinn í símann. Þannig getur viðskiptavinurinn pantað matinn og séð hversu mikill biðtími er eftir honum og svo gert upp reikninginn í gegnum símtæki sitt, en þeir sem eiga iPhone geta greitt með Apple Pay að sögn Helga.

„Þú þarft ekkert að koma við matseðilinn, þú notar bara símann þinn.“

Segir hann þetta hafa ýmsa kosti í för með sér. Viðskiptavinir þurfi til dæmis hvorki að bíða eftir þjónustu til að panta mat né borga reikninginn. Hann geti afgreitt allt í símtækinu. Um leið minnki álagið á starfsfólk og launakostnaður lækki þar sem færra starfsfólk þurfi á þeim stöðum sem notist við forritið.

Minni snerting dragi einnig úr hættu á COVID-19 smiti, þar sem viðskiptavinir nota eigin símtæki til að panta mat og greiða fyrir allt saman í gegnum símann í staðinn fyrir að handfjatla fjölnota prentaða matseðla og posa. „Þú þarft ekkert að koma við matseðilinn, þú notar bara símann þinn, en allar leiðir sem takmarka smitleiðir hljóta að koma að góðum notum, eTags er ein af þeim,“ segir hann.

Hvað var þessi lausn lengi í vinnslu? „Við erum búin að vera að vinnu í þessu í meira en ár, með það fyrir augum að bæta upplifun viðskiptavina á veitingastöðum, minnka álag á þjóna og aðstoða rekstraraðila veitingastaða við að lækka launakostnað,“ svarar hann. „Við vorum í raun tilbúin með þetta í janúar en svo kom COVID-19 og samkomubann og þá frestaðist þetta. Nú eru hins vegar nokkrir aðilar búnir að taka lausnina í gagnið og það hefur gefið mjög góða raun.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -