Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Salat fyrir sælgætisgrísi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Appelsínusalat með súkkulaði-sorbet.

Hér er uppskrift að salati sem er ekki bara bráðhollt heldur algjört sælkerafæði líka.

Hollt og gott. Appelsínusalat með súkkulaði-sorbet.

Appelsínusalat með súkkulaði-sorbet
fyrir 4

Ráðlagður dagskammtur af hreinu súkkulaði, samkvæmt ofurfæðiskenningum, er u.þ.b. 15-20 grömm. Það er nú alveg næg ástæða til að skoða þetta fæði svolítið betur.
Hér er uppskrift að súkkulaði-sorbet sem er dökkur og seiðandi og með appelsínum og granateplum er hann alveg ómótstæðilegur.

3-4 appelsínur
1 granatepli

Súkkulaði-sorbet
3 dl vatn
40 g kakó (eins dökkt og þið hafið efni á)
100 g hrásykur
100 g 70% súkkulaði, saxað
½ tsk. vanilludropar
svolítið salt

Sjóðið vatn, kakó og sykur saman. Bætið súkkulaði út í ásamt vanillu og salti og hrærið í þar til súkkulaðið er uppleyst, kælið. Frystið í ísvél eða í frysti. Ef þið setjið ísinn í frysti er gott að setja þunnt lag í stórt form svo hann frjósi fljótt og hræra í öðru hvoru á meðan ísinn er að frjósa.

Hátt hlutfall andoxunarefna í dökku súkkulaði geri það að hinu fullkomna sælgæti. Súkkulaði er ríkt af flavoníðum sem sannað hefur verið að auka blóðflæði, draga úr hósta, bæta minni og mýkja húðina. Þeir sem aðhyllast ofurfæðiskenningar segja ráðlagðan dagskammt vera 15-20 grömm á dag.

- Auglýsing -

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Kristinn Magnússon
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -